"Nóg er nú komið samt"

 

Nú á að fara að taka til innan stjórnsýslunnar og sosum kominn tími til. Hinsvegar, eins og svo oft áður, finnst mér byrjað á öfugum enda.

Nú á að draga nokkra fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm sem að mínu mati er jafn úreltur og spænski rannsóknarrétturinn. Þar get ég tekið undir með forsætisráðherra að löngu hefði verið tímabært að leggja hann niður og  láta málið fara fyrir venjulega dómstóla þar sem menn hlytu þó réttarstöðu grunaðra í stað þess að standa frammi fyrir 105 ára gömlu fyrirbæri sem reyndar var orðið úrelt strax árið 1960 en þá þótti ástæða til að bursta rykið af.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.

Nú einblína menn á væntanlega sök eða vanrækslu fyrrverandi ráðherra í aðdraganda hrunsins en hvergi er minnst á aðkomu fyrrverandi eigenda og stjórnenda bankanna sem samkvæmt "rannsóknarskýrslunni" blóðmjólkuðu bankana innan frá.

Hvað líður störfum sérstaks saksóknara?

Svo ég snúi mér nú að öðru þá ber efst á baugi þessa dagana endurkoma Þorgerðar Katrínar á þing og sýnist þar sitt hverjum.

Þó svo skoðanir okkar fari ekki alltaf saman þá ber ég virðingu fyrir henni og þá ekki síst fyrir þá ákvörðun hennar að stíga til hliðar á meðan "rannsóknin mikla" stóð yfir. Hún var sú eina sem hafði þann manndóm til að bera en margir aðrir hefðu átt að sýna sóma sinn í því að fylgja fordæmi hennar.

En það er nú bara þetta "ekki benda" á mig heilkennið.

Og enn að öðru.

Nú virðist grassera áður óþekktur sjúkdómur sem herjar helst á "útrásarvíkinga" og lýsir sér í minnisleysi áðurnefndra og þá sérstaklega þegar um er að ræða enskukunnáttu. Þrátt fyrir háskólanám, ásamt tilheyrandi gráðum, vestan hafs og austan.

Ekki fer sögum af smithættu en allur er varinn góður, þ. e. okkur óbreyttum ber þá að forðast "útrásarvíkinga" en það er þetta með háskólanámið. Frown ?

Kveð að sinni, þarf að ljúka enskuverkefninu og þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Einarsson

Nær að ráðast "útrásarvíkinga"

Ekkert að græða á þessu ráðherraplokki,, bara meiri kostnaður fyrir ríkisjóð...

Helv´+is leikrit.......flý væntanlega land innan 5 ára.

Ragnar Einarsson, 17.9.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þar sem þú mynntist á Þorgerði Katrínu sem ég hafði miklar væntingar um, þá er það svo að þær hrundu um koll þá er hún tók afstöðu handa sjálfri sér, sem er að sjálfsögðu að fólk hafi rétt til.  

En vegna stöðusinnar þá liðkaði hún fyrir ESB umsókn Jóhönnu. (ATH ekki könnun heldur umsókn.)   Ég hef ekkert við þann flokk að gera sem hefur það á dagskrá að losa okkur gamaldags Íslendinga við sjálfráð og gildir einu hvort það gefið frá okkur landslýð fáráðum eða stjórnsýslandi fláráðum.

Hafi hún Þorgerður Katrín hinsvegar breitt afstöðu sinni til ESB þá má skoða málið en tortryggni hlýtur að vera heimil.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband