21.9.2010 | 09:09
Launaleiðrétting?
Ég get ekki orða bundist.
Einar bjálfinn Örn hamrar á þessari útjöskuðu tuggu að launahækkun varaborgarfulltrúa sé leiðrétting á launum.
Hvað með liðið sem stendur í biðröð fyrir utan hjálparstofnarirnar til þess eins að fá mat oní gogginn á börnunum sínum?
Hvað með liðið sem nú líður fyrir afglöp fyrrverandi eigenda og stjórnenda gömlu bankanna?
Hvað líður störfum sérstaks saksóknara?
Hver er réttlæting Gnarristanna fyrir launahækkun (leiðréttingu) sinna manna á sama tíma og tillaga um "leiðréttingu" þeirra sem virkilega þurfa á hjálp að halda er felld?
Í morgun réðust Gnarristar á forseta og utanríkisráðherra Slóvakíu og báru þeim á brýn kynþáttamisrétti. Vissulega var ástæða til en það gleymdist að geta þeirra íslensku barna sem enn þann dag í dag búa við misrétti þó af öðru tagi sé. Þar fyrir utan er viðbjóðurinn að koma upp á yfirborðið, sona smátt og smátt.
Eitt mega þeir Gnarristar eiga, þeir lofuðu því að spillingin yrði á yfirborðinu, ekkert yrði falið.
Þeir hafa svo sannarlega staðið við gefin loforð.
Eygló Harðardóttir rífur kjaft og blammerar forsætisráðherra fyrir að standa við sína meiningu.
Hvenær skyldi nú sirkusnum ljúka?
Ég velti þeirri spurningu oft fyrir mér. Kannski fæ ég einhvern tímann svar.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.