Af arðgreiðslum,afskriftum og niðurskurði.

Þessa dagana dynja á okkur fréttir af niðurskurði hér og niðurskurði þar. Öll gerum við okkur grein fyrir nauðsyn þess, það þarf jú að skafa upp skítinn eftir "útrásarvíkingana" og samkvæmt íslensku hefðinni lendir tiltektin á þeim sem minnst mega sín.

Mér blöskrar þó hversu harkalega er ráðist að heilbrigðiskerfinu. Fæðingarorlof skorið niður. Barnabætur skornar niður. Í framhaldi af því kæmi mér ekki á óvart að sett yrðu lög sem bönnuðu fólki að eignast börn á meðan kreppan ríkir. Það væri alveg í anda fálmkenndra aðgerða núverandi ríkisstjórnar.

ESB bullið kostar jú sitt.

Á sama tíma og verið er að tálga síðustu kjöttægjurnar af óbreyttum almúganum berast oss fréttir af milljóna og jafnvel milljarða afskriftum hjá hinum og þessum (sjávarútvegs)fyrirtækjum.

Mér er í ríku minni þegar Bjarni nokkur Ármannsson kom heim frá Noregi, grét krókódílstárum, "endurgreiddi" hluta af þeim milljónum sem honum hafði tekist að sölsa undir sig, og lofaði að skikka sér pent.

Hverjar urðu svo efndirnar?

Enn er afskrifað og nú eru það 800 milljónir króna sem strákskömmin hefur fengið felldar  niður.

Hér kemur athyglisverð klausa.

"Ársreikningur eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar fjárfestis, Imagine Investments, fyrir árið 2009 staðfestir um 800 milljóna króna niðurfærslu á skuldum félagsins á árinu. Reikningnum var skilað til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í september.

Félagið er dótturfélag eignarhaldsfélags í eigu Bjarna sem heitir Sjávarsýn. Á sama tíma og skuldir Imagine Investments voru afskrifaðar tók Bjarni sér tæplega 400 milljóna króna arð út úr Sjávarsýn, líkt og DV greindi frá á mánudaginn."

Skilanefnd Glitnis gat leyst félagið til sín, sett það í þrot eða fengið einhverjar krónur upp í skuldina gegn afskriftum.

Það er orðið hverjum deginum ljósara að hér hefur ekkert breyst frá því fyrir hrun.

Stjórnarliðar eru orðnir svo samdauna spillingunni og óþverranum sem hér grasserar, aldrei sem fyrr, að þau sjá ekki lengur fram fyrir nefið á sér.

Það þarf að hreinsa til innan bankakerfisins og það hið fyrsta. Það er að vísu fáránleg bjartsýni af mér að halda að slíkt verði gert en ólgan í þjóðfélaginu vex og er komin að suðupunkti.

Ég hræðist þá stund þegar upp úr sýður.

Þar til næst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

þvottabirnir eru sniðug dýr og hreinlát en það sama verður ekki sagt um nafna þeirra Ármannsson og hans hjálpar afglapa. 

Snjallræði að koma hingað heim og borga eins og einn bíómiða og telja sig sloppin með allar hinar miljónirnar. Já slétt greiddur skíthæll.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.10.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband