Lúsarupphæð.

Það er greinilegt, á öllu sem á undan er gengið, að stjórnarliða skortir kunnáttu til að reikna dæmið til enda.

Hver skyldi kostnaðurinn verða ef allir þeir húseigendur sem hafðir voru að ginningarfíflum af bankastarfsmönnum í "góðærinu" lenda nú á vergangi og margir hverjir orðnir atvinnulausir, svo ekki sé minnst á þá sem jafnvel þurfa að leita sér félagslegrar aðstoðar?

Hver skyldi svo rekstrakostnaðurinn verða af íbúðum sem koma til með að standa tómar?

Húshitunarkostnaður kostar sitt og enginn verður til að borga því kaupendur finnast ekki nema þá helst að einhverjir "afskriftargreifar" sjái sér leik á borði og byrji að hamstra.

Hér er um að ræða upphæð sem er bara brot af þeim afskriftum sem vildarvinir bankanna hafa notið.

Íslenska ríkið þurfti að gefa bönkunum innspýtingu upp á hundruðir milljarða svo allt færi nú ekki til fjandans.

"Skinney-Þinganes, Bjarni Ármannsson, Baugsveldið, Pálmi Fons........"

Af nógu er að taka en ríkisstjórnin kveinkar sér yfir þessari smánarupphæð.

Skilaboðin að "westan" eru skýr. AGS leyfir ekki frekari aðstoð við þá sem komnir eru í þrot. Nú, tveimur árum eftir hrun eru allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar svo hikandi og fálmkenndar að minnir helst á ungann sem er að feta fyrstu fótsporin.

Það veldur mér sárum vonbrigðum því meðal stjórnarliða já og stjórnarandstöðu er hópur ungs og efnilegs fólks með góðar úrlausnir og umfram allt vilja og getu til að takast á við vandann.  Ég minnist "lyklafrumvarps" Lilju Mósesdóttur sem illu heilli var þaggað niður og það af samstarfsfólki hennar.

Eftir að hafa fylgst með þættinum "Návígi" fyrir skömmu síðan þar sem hún lagði spilin á borðið og lýsti stöðunni eins og hún er kom mér helst í hug "goggunarröðin" þar sem haninn í hópnum (geti hver fyrir sig) leggur drögin að því hvenær hver hæna megi verpa(lesist: hafa frumkvæði).

Ég tek undir orð Lilju að nú sé kominn tími til kosninga. Að vísu hefði ég kosið að sjá allt landið sem eitt kjördæmi í það minnsta að vægi atkvæða yrði jafnt.

Það er reyndar til lítils að boða til kosninga ef engin verður endurnýjunin á þeim sem í framboð fara. Svo ég gefi nú smá kredit þá verð ég að segja Bjarna Ben. til hróss að mér finnst hann hafa tekið geysilegum framförum. Drengurinn er greinilega að þroskast en það er ekki þar með sagt að ég styðji hann. Það er svo önnur saga.

Ég vona að þessar hugleiðingar mínar veki einhvern til umhugsunar og þar til næst.

 


mbl.is Aðgerðirnar kosta 200 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband