9.11.2010 | 21:45
Úr einu í annað.
Ég rak augun í frétt sem fjallaði um hönnun væntanlegs gistihúss á vegum hins opinbera, þ. e. 50 manna fangelsisrými sem, miðað við forgangsröðunina hjá núverandi ráðamönnum, kemur seint til með að rísa.
Það sem reyndar vakti athygli mína var að leitað hefur verið til Dana hvað varðar hönnun áðurnefnds hótels þegar íslenskir arkitektar ganga atvinnulausir í tugatali.
Hvernig á að réttlæta slíkt?
En svo litið sé í fleiri horn þá hefur flogið fyrir að byggingin gæti kostað allt að 700 milljónir. Á sama tíma stendur gamli Vífilsstaðaspítalinn auður. Sjálfsagt þarf að hressa upp á húsnæðið en það yrði öllu ódýrara en að byggja.
Svo má líka nefna Arnarholt á Kjalarnesi þar sem tómar byggingar fá, ef allt fer samkvæmt vinnubrögðum ráðamanna vorra, að grotna niður en þar mætti hæglega innrétta fyrir 40 - 50 gesti.
Það er ekki eins og þurfi að rjúka upp til handa og fóta og byggja 5 stjörnu hótel.
Það er jú kreppa þó hálaunafólkið merki það ekki á sínu skinni.
Mér eru minnisstæð orð fyrrverandi dómsmálaráðherra þegar hún sagði að peningar væru ekki til.
Illu heilli þá er hún ekki lengur í því embætti og ekki ein einasta glæta að orð hennar hafi síast inn í heilabú misvel gefinna stjórnmálamanna okkar.
Einnig má nefna sumarhús Sigga garmsins Einarssonar að Veiðilæk í Borgarbyggð þar sem fyrir forsjálni kallsins var sett skothelt gler í glugga, hver svo sem ástæðan kann að hafa verið, og væri tilvalið sem "gistihús" í það minnsta fyrir hvítflibbakrimmana.
Austur-evrópsku glæpagengin sem haslað hafa sér völl hérlendis ber að endursenda til síns heima þar sem þeir fá að kynnast vist upp á vatn og brauð.
Í orðsins fyllstu merkingu.
Nú hefur ríkisstjórnin lagt fram atvinnumálatillögur sínar á Suðurnesjum og stjórnarandstaðan brást við á hefðbundinn hátt og lýsti yfir frati á allan pakkann.
Einfeldningurinn ég hélt að liðið sem kosið var til Alþingis hefði það að markmiði að starfa að uppbyggingu gjaldþrota þjóðfélags en öllum getur skjátlast, meira að segja mér.
Í onálag megum við búast við því að borga skuldir óreiðumanna (og þar rataðist Davíð satt á munn) upp á litla 92 milljarða sem sóttir verða í vasa almennings á einn eða annan hátt. Hvernig hægt er að réttlæta slíkar aðgerðir, því Landsbankinn var jú einkabanki, er ofvaxið mínum skilningi og sérstaklega þegar fyrrverandi eigendur bankans virðast geta fengið afskriftir eftir pöntun á sama tíma og sportað er eins og ekkert hafi í skorist.
Það er margt skrítið í kýrhausnum og með þessum orðum kveð ég ykkur og þar til næst.
Athugasemdir
Sæll Þráinn, já þetta er stórskrítið mál og móðgun við íslenska arkitekta í ofanálag.
Leist eiginlega best á tillögu Jónasar um að leiga fangaskip til tímabundinnar notkunnar enda væri markmiðið jú með þessu öllu saman, að útrýma fjöldafjárglæpum í framtíðinni.
Það er allavega ekki skortur á góðum og ódýrum lausnum á þessari bráðaþörf í fangaklefum.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.11.2010 kl. 22:28
Svo gæti verið húsnæði á flugvallarsvæðinu sem innrétta mætti sem fangelsi, þar sem ýtrustu sparsemi væri gætt, t.d leyfa föngum að byggja og bæta húsnæðið. Og fá jafnvel styttri dóma vegna þess....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2010 kl. 23:50
Mér líst vel á þetta með húsnæðið á flugvallarsvæðinu. Þar er enn dágóður slatti af auðu húsnæði og ekki yrði verra að sjá "hvítflibbakvikindin" hamast í viðhaldsvinnu svo þeir fengju að reyna á eigin skinni hvað það er að þurfa að vinna fyrir sér. Þetta með styttingu dóma...ja, ég veit ekki. Refsiramminn nær bara upp í 16 ár, sem er alltof væg refsing fyrir landráðamenn.
Þráinn Jökull Elísson, 10.11.2010 kl. 00:05
Það er mjög auðvelt að minnka þörfina á fangelsisrýmum hér á landi. 100-200 menn frá austur Evrópu úr landi og vandinn verður a.m.k. 50% minni. Fúlt fyrir talsmennn fjölmenningarsamfélagsins, en engu að síður staðreynd!
Halldór Egill Guðnason, 10.11.2010 kl. 05:45
Því miður er ég svolítið tæknilega sinnuð ...... en bloggið þitt er fínt.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.11.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.