Landinn er samur við sig.

Eigi alls fyrir löngu lögðust (fyrrverandi) eigendur World Class í "útrásar" víking og herjuðu á Danaveldi og þá væntanlega í þeim tilgangi að lagfæra vöxtinn á danskinum.

En "ynk og jammer", eitthvað fór úrskeiðis því þegar upp var staðið reyndist hugmyndin sem froða í flæðarmálinu.

Ekki fer sögum af líkamsvexti Dana eftir þetta ævintýri.

Í frétt mbl. er smá klausa sem segir svo óhemju mikið.

" Sama dag og Þrek (sem áður rak W. C.) fór í þrot keypti annað félag helstu eignir úr félaginu. Sömu stjórnendur eru í báðum félögum, ýmist í stjórn eða framkvæmdastjórn."

Tær snilld. 2007 hugsunin enn við lýði.

Og áfram höldum við.

" Fyrir þetta greiddu eigendurnir fyrrverandi fimm milljónir króna í reiðufé og yfirtóku skuldbindingar gagnvart starfsmönnum fyrir 20 milljónir."

25 milljónir fyrir eignir sem metnar eru á 700 milljónir.

Burtséð frá þeirri staðreynd að hér ríkir réttlæti sem hefur í för með sér að svona gjörningum verður rift þá velti ég fyrir mér: Hvuddnin ætla fyrrv. eigendur að behandla þessar 20 milljóna króna skuldbindingar?

Skipta um kennitölu? Mér skilst að nú sé verið að vinna í því að koma böndum á kennitöluflakkið og löngu tímabært.

Rétt í þessu var Bjössi í WC að leiðrétta áður fram komnar upplýsingar. Hann heldur því fram að hann hafi greitt 300 millur, ekki 25 og segir að  eignarhaldsfélagið Þrek hafi farið yfir um vegna útrásar fyrirtækisins til Danmerkur!

Slíkt getur gerst þegar menn fara fram úr sjálfum sér.

Svo segir hér af atvinnurekanda einum sem fékk sekt upp á 92 milljónir og 9 mán. skilorðsbundinn dóm  fyrir stórfelld brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Það kemur fram í fréttinni að viðkomandi hafði hvorki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum, né staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti á árunum 2004 til og með 2008.

Það er ekki nýtt af nálinni hérlendis að menn laumi undan krónu hér og krónu þar. Svona þegar sjálfsbjargarviðleitnin er komin út í öfgar. Það sem hins vegar vekur undrun mína er hvernig í ósköpunum hann komst upp með þetta árum saman.

Er ekkert eftirlit með svona löguðu eða sváfu menn á verðinum?

Speki dagsins kemur, eins og svo oft áður, úr munni Vilhjálms Egilssonar er hann lýsir því yfir að 20 milljón króna árslaun framkvæmdastjóra Glitnis séu ekki of há miðað við það vandasama starf sem hann inni af hendi.

Fyrir nokkrum dögum hélt þessi sami maður því fram að þar sem atvinnuleysisbætur væru hærri en lægstu laun þá ætti að lækka þær. Hann sér augljóslega bara aðra hliðina á peningnum.

Úr því ekki virðist vera til í dæminu að hækka lægstu leyfilegu laun svo ungarnir okkar geti í það minnsta farið södd til hvílu (lesist: Þurfi ekki að gramsa í ruslatunnum) þá ætti hann að reyna á sínum eigin skráp að draga fram lífið á þeirri smánarupphæð sem alltof margir þegnar þessa lands mega sætta sig við. Reyndar er hvergi til sá lagabókstafur sem bannar vinnuveitendum að hækka laun starfsfólks síns svo ég vitni nú í formann Verkalýðsfél. Akraness.

Þar til næst.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband