16.11.2010 | 20:56
O seiseinei.
Mörg eru gullkornin sem hrotið hafa af vörum Jóns Ásgeirs en þetta toppar allt.
"Rannsóknin snýr ekki að mér persónulega."
Auðvitað snerist rannsóknin ekki að honum persónulega. Sérstakur hefur sennilega ekki haft neitt fyrir stafni og leiðst aðgerðarleysið. Húsleitin sem framkvæmd var í húsakynnum 101 Hótels við Hverfisgötu hefur að öllum líkindum verið í þeim tilgangi að leita músa.
Þegar kemur að hugmyndafluginu á Jón Ásgeir fáa sína líka. Sem sést best á tilsvörum hans.
Nú í aðra sálma.
Fjármálaráðherra okkar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um virðisaukaskatt, löngu tímabært en betra seint en aldrei. Reyndar finnst mér alltof seint um rassinn gripið þegar tekið er tillit til tímalengdar frá því okkur berast tíðindi af misferli óprúttinna aðila þar til ráðamenn þjóðarinnar vakna af drómanum.
Ég rak augun í frétt sem vakti áhuga minn en þar er fjallað um frumvarp sem efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði fram í dag og fjallar um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki.
Það sem sló mig voru orð Eyglóar Harðardóttur er hún sagði að lögum um fjármálafyrirtæki hefði verið breytt sjö sinnum frá því bankarnir féllu haustið 2008 og því hefði verið mjög einfalt mál að setja inn þessar breytingar, sem nú væri verið að gera, fyrr og þingmenn hefðu þá getað gefið sér meiri tíma og haft textann skýrari.
Sjö sinnum?
Ef háttvirtir þingmenn okkar eyddu minni tíma í málþóf og argaþras þá kannski gengi greiðar að leysa þau vandamál sem að okkur steðja úr öllum áttum.
Til þess var jú mannskapurinn kosinn en því miður virðast alltof margir hafa gleymt því.
Ánægjulegu tíðindin, því þau gerast stöku sinnum, eru úthlutun verðlauna Jónasar Hallgrímssonar en þau hlaut frú Vigdís Finnbogadóttir og að mínu mati og meirihluta þjóðarinnar var engin að þeim betur komin en hún.
Með þessum orðum kveð ég að sinni og þar til næst.
|
Ekki boðaður til yfirheyrslu |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |



annabjo
baldvinj
bjarnihardar
dullur
brjann
brylli
emilkr
tudarinn
helgi
hildurhelgas
don
kreppan
jonbjarnason
jonmagnusson
kristjanb
larahanna
icejedi
nilli
frisk
roslin
sigurbjorns
sigurjonth
sjonsson
stebbifr
steinibriem
postdoc
vga
taoistinn
omarragnarsson
savar
fhg
gattin
ragnhildurkolka
altice
solir
joiragnars
esgesg
arnorbld
skarfur
beggo3
ding
einarbb
gretarmar
hallibjarna
himmalingur
kht
kliddi
hordurt
ingahel-matur
keli
jennystefania
huxa
tankur
jonlindal
kij
kristjan9
ludvikjuliusson
lydurarnason
martasmarta
svarthamar
solmani
raggag
reynir
rosaadalsteinsdottir
samstada-thjodar
fullvalda
lovelikeblood
segdu
sigrunzanz
siggith
stjornlagathing
athena
svanurg
svavaralfred
saemi7
valdimarjohannesson
icekeiko
disagud
toro







Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.