O seiseinei.

Mörg eru gullkornin sem hrotið hafa af vörum Jóns Ásgeirs en þetta toppar allt.

"Rannsóknin snýr ekki að mér persónulega."

Auðvitað snerist rannsóknin ekki að honum persónulega. Sérstakur hefur sennilega ekki haft neitt fyrir stafni og leiðst aðgerðarleysið. Húsleitin sem framkvæmd var í húsakynnum 101 Hótels við Hverfisgötu hefur að öllum líkindum verið í þeim tilgangi að leita músa.

Þegar kemur að hugmyndafluginu á Jón Ásgeir fáa sína líka. Sem sést best á tilsvörum hans.

Nú í aðra sálma.

Fjármálaráðherra okkar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um virðisaukaskatt, löngu tímabært en betra seint en aldrei. Reyndar finnst mér alltof seint um rassinn gripið þegar tekið er tillit til tímalengdar frá því okkur berast tíðindi af misferli óprúttinna aðila þar til ráðamenn þjóðarinnar vakna af drómanum.

Ég rak augun í frétt sem vakti áhuga minn en þar er fjallað um frumvarp sem efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði fram í dag og fjallar um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki.

Það sem sló mig voru orð Eyglóar Harðardóttur er hún sagði að lögum um fjármálafyrirtæki hefði verið breytt sjö sinnum frá því bankarnir féllu haustið 2008 og því hefði verið mjög einfalt mál að setja inn þessar breytingar, sem nú væri verið að gera, fyrr og þingmenn hefðu þá getað gefið sér meiri tíma og haft textann skýrari.

Sjö sinnum?

Ef háttvirtir þingmenn okkar eyddu minni tíma í málþóf og argaþras þá kannski gengi greiðar að leysa þau vandamál sem að okkur steðja úr öllum áttum.

Til þess var jú mannskapurinn kosinn en því miður virðast alltof margir hafa gleymt því.

Ánægjulegu tíðindin, því þau gerast stöku sinnum, eru úthlutun verðlauna Jónasar Hallgrímssonar en þau hlaut frú Vigdís Finnbogadóttir og að mínu mati og meirihluta þjóðarinnar var engin að þeim betur komin en hún.

Með þessum orðum kveð ég að sinni og þar til næst.

 

 


mbl.is Ekki boðaður til yfirheyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband