Áfram Nýja-Ísland!

Það er af sem áður var þegar kvótagreifar og aðrir greifar gátu valsað inn og út í bönkum bankaríkisins "Gamla Íslands" og slegið lán út á smettið á sér.

Í dag eru reglur!

Í dag kemst enginn upp með slíka háttsemi.

O sei sei nei.

Í dag verða menn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það bankar enginn uppá hjá háttvirtum Nýja-Landsbankastjóra, Steinþóri Pálssyni, með milljarða skuld á herðum sér.

Fyrst skal afskrifa, sem er í góðu lagi því svo vitnað sé í orð áðurnefnds bankastjóra, skuldirnar lenda bara á "Gamla-Landsbanka."

Enn og aftur iðrast ég þess að hafa ekki lagt stund á viðskiptafræði í stað þess að hjakka í félagsvísindum. Það er hinsvegar aldrei of seint að snúa við blaðinu og sækja um hjá Jakobi Valgeiri Flosasyni og læra fræðin af honum. Það segir sig sjálft að fyrirtæki eins og Jakob ehf. og tengd félög, sem skulduðu 31, 8 milljarða við fall bankanna, svo vitnað sé í Rannsóknarskýrslu Alþingis, og komust upp með það sýnir ekkert annað en tæra snilld.

Guð láti á gott vita!

Smá tilvitnun hér: "Skuldir Jakobs Valgeirs og tengdra félaga við stærstu banka og fjármálastofnanir námu við fall bankanna í október 2008 samtals 31,8 milljörðum íslenskra króna, þar af 17,2 milljörðum við Landsbankann og 14,6 milljörðum við Glitni.  Það er ljóst að mikill hluti þessara skulda verður aldrei greiddur, enda veð bankanna að stórum hluta í hlutabréfum í þeim sjálfum eða tengdum fyrirtækjum einsog Exista hf. Auk þss tóku Glitnir og Landsbankinn að hluta til önnur veð fyrir lánunum. Þannig voru  bæði Þorlákur ÍS 15 og aflaheimildir hans, í eigu Jakobs Valgeirs ehf. og hlutabréf í útgerðarfélaginu Guðbjarti ehf. sett að veði fyfir lánum, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni."

Enn og aftur: Tær snilld.

Nú velti ég fyrir mér: Skyldi Landsbankastjóri hafa lært af Jakobi Valgeiri eða var það á hinn veginn?

Skyldum við Íslendingar hafa lært, og þetta veit hver einasti grunnskólanemi, að ef stofnað er til skulda þá þarf að greiða þær.

Skyldum við Íslendingar hafa lært, og þetta veit hver einasti framhaldsskólanemi, að ef skuldir eru afskrifaðar þá lenda þær á einn eða annan hátt á aumum herðum þeirra sem minnst mega sín.

Samanber frystingu lífeyris frá 1. jan. næstkomandi.

Það sem ég hef sett fram hér og stundum á kaldhæðinn hátt lýsir eingöngu mínum persónulegu skoðunum og hafi orð mín sært einhvern þá vona ég að slíkt hafi ratað rétta leið.

Ef viðkomandi aðilar eru ekki of siðblindir til að skilja boðskapinn.

Með þessum orðum kveð ég að sinni og þar til næst.

 

 

 


mbl.is Skuldsetning hafin á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Útgerðafélag sem komið er á félagsmálabætur hendir peningum í að kaupa þýfi af öðru bófafélagi. Glæpirnir eri skírðir fínum bankanöfnum og skítalyktinna leggur langar leiðir.

Bankastjórar ræna eigin banka og þjóðinn vaknar smávegis úr dvala, enn um leið og hún sofnar aftur, eða bankabófarnir halda það, er skrúfað frá krönunum aftur.

Hvernig væri að taka útgerðarmenn upp á rassgatinu sem þýkjast eiga kvóta sem eru ólöglegur og hafa alltaf verið?

Hvernig væri að fara í saumanna í bókhaldi þeirra, byrja á viðgerðum erlendir, fisksölu, gjaldeyrisskilum, falsaðar nótur þegar ný skip eru keypt, falsaða pappíra frá bönkum um eigið fé við kaupinn og restina kunna þeir sem eru innvígðir í þennan skíugasta bransa þjóðarinnar. Tryggingamál þeirra eru sérlega áhugaverð og innborgun í sjómannafélög eru bara brandari.

Málið er að útgerðin hefur falið sig á bakvið að þetta sé svo stór hluti tekna þjóðarinnar. Þeir eru í þeirri aðstöðu að gera næstum því sem þeim sýnist með sölu á afla.

Ef menn vilja virkilega uppræta spillingu þá á að rannasaka útgerðarmmenn með smásjá, ekki bara einn og einn, heldur alla. Það eru til heiðarlegir útgerðarmenn, enn mér segir svo hugur að þeir séu fáir. Ég þekki marga, enn engan sem tekst að halda sér innan marka laganna.

Ég er ekki að tala um bíl sem er keyptur á kostnað fyrirtækissins. Eða sumarbústað, utanlandsferðir og annan tittlingaskít. Ég er að tala um alvörupeninga.

Enn ég á ekki von á að þetta verði gert. Það vill engin styggja aðalmafíunna í landinu. Engin á fábjánalandinu góða.

Fólk sem er rænt daga eftir dag um hábjartan dagin án þess að skilja að það er rænt, á það skilið. Þeir sem ekki reyna að verja sig, á ekkert að hjálpa.

Lán af þessu tagi eru tekin með sömu aðferðinni. Kvóti er verðlagður og búin til úr honum veðbréf sem hægt er að fylla út hvaða upphæð sem er á. Síðan fá bankastjórarnir að sjálfsögðu "útlagðan kostnað" við að fórna frítíma sínum í fábjánaleikinn sem leikinn er í kringum lán á Íslandi.

Rosaleg þessi kvótauppfinning. Þá gátu útgerðarmenn sem aldrei áttu krónu farið að spila hákarlapóker við bankanna og fengið þessa þægilegu stöðu þegar menn eru yfir það hafnir að vera rannsakaðir....það er munur á að vera ríkur, eða bara ráðherra eða fátækur bankastjóri. 

Óskar Arnórsson, 27.11.2010 kl. 20:24

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Vel mælt Óskar!

Þráinn Jökull Elísson, 27.11.2010 kl. 20:42

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

vel mælt hjá báðum en munum eftir 7 des og tæmum bankana það er okka eina vopn gegn þessari spillingu

Magnús Ágústsson, 28.11.2010 kl. 03:54

4 Smámynd: corvus corax

Já, bankastjórarnir halda áfram að ræna eigin banka og gefa vinum sínum og velunnurum ránsfenginn. Og eins og Óskar segir hér fyrir ofan, "þjóðin vaknar smávegis úr dvala", en sofnar aftur. Það er enginn dugur lengur í íslenskum almenningi, við munum horfa forviða á glæpina gerast en aðhafast ekkert frekar en fyrri daginn. Öflugustu viðbrögð kúgaðrar þjóðar hafa komið fram og fólust í því að eyðileggja nokkur eldhúsáhöld á Austurvelli hérna um árið. Ef einhver dugur væri í okkur annar en að mögla mundum við leggja Landsbankann í rúst og taka síðan alþingi föstum tökum. En það er bara draumsýn eins og áður.

corvus corax, 28.11.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband