Nú er hann skollinn á með látum aftur.

Fyrir tæpum sólarhring kyngdi hann niður með snjó en nú er komin suðvestan átt með tilheyrandi slabbi.

Ég tók mig til fyrir nokkrum dögum, svona í tilefni prófloka, og ákvað að mála allt húsið innan. Í stuttu máli sagt.....ég er allavega byrjaður. Tók mig svo til og fór í hressilegan göngutúr að loknum sæmilega löngum vinnudegi til að losna við málningarlyktina úr nösunum. Fátt er jafn hressandi og góður göngutúr í grenjandi rigningu. Held bara að mér hafi tekist að ganga úr mér áhyggjurnar og vonbrigðin eftir hræringar þær sem átt hafa sér stað í veröld stjórnmálamanna vorra síðustu daga. Ég ætla ekki að fara að diskútera pólitík rétt einu sinni enn, veðrið er of hressandi og gott til þess. Enn síður ætla ég að níða skóna af þingmönnum okkar. Síðustu daga hefur þeim tekist slíkt svo ljómandi vel sjálfum...án minnar aðstoðar.

Samanber orðaskak Ólínu Þorvarðard. og hæstvirts forseta Alþingis. Samanber dramað sem við öll urðum vitni að þegar sjónvarpað var frá Alþingi vantrauststillögu bráðum fráfarandi formanns Sjálfstæðisflokksins.

Svona mætti lengi telja en gott er. Hins vegar velti ég stundum fyrir mér tilganginum með öllu þessu brölti og látum ásamt tilheyrandi "vaxta"verkjum.

Ég velti því líka fyrir mér hvort sú hugsjón sem ég reikna með að flestir þingmanna, í það minnsta þeir ungu og óreyndu, lögðu upp með, hafi glatast þegar viðkomandi uppgötvuðu að á brattan var að sækja.

Ég velti því líka fyrir mér hvort mannskapurinn hafi ekki gert sér grein fyrir því að við greiddum þeim atkvæði okkar í þeirri veiku von að nú yrðu dýrin í skóginum vinir. Í þeirri veiku von að nú ynnu allir saman til þess að leysa úr þeim vandræðum sem að okkur steðja úr öllum áttum.

Í stað þess er dýrmætum tíma eytt í að rífa kjaft.

Stundum getur manni skjátlast.

Nóg er að sinni og þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk fyrir prýðilega pistil! Vona að þér takist að klára málningarvinnuna sem fyrst.

Mér flug þessi vísa í hug við lesturinn, þó ekki sé hún merkileg.

Skjátlast  getur skelleggum guma,

 skömm þó hafi hlutum á.

Stundum mælir og  fylgir stuna,

stjórnin ætti að fara frá.   

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.4.2011 kl. 18:26

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Var eitthvað að flýta mér við innsláttinn, en þetta á að vera "skömm hann hefur hlutum á"

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.4.2011 kl. 18:39

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hæ Bergljót

Þráinn Jökull Elísson, 16.4.2011 kl. 20:21

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hæ sjálfur

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.4.2011 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband