Með þakklætiskveðjum til starfsfólks Lsp.

Það er ekki leti sem hefur orsakað pásuna sem ég tók mér hér á blogginu. Ég hef bara verið upptekinn við annað...sem ég kem til að útskýra nánar. Síðar.

Ég vil byrja á að senda kveðjur til starfsfólks deildar 14 e, þar sem ég dvaldi frá 24. maí til 1. júlí, og til starfsfólks 12 g, þar sem ég var frá 1.-4. júlí.

Þrátt fyrir gífurlegt vinnuálag...sem fer vaxandi...þá var hugsað um mig eins og ungann í egginu.

Hafi þetta yndislega fólk þökk fyrir.

Á sama tíma og niðurskurðarhnífnum er beitt miskunnarlaust í þeim tveim stéttum sem að mínu mati eru þær mikilvægustu í okkar samfélagi, þ. e. heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá er bruðlað í utanríkisþjónustunni sem aldrei fyrr.

Við höldum uppi utanríkisþjónustu sem, land tífalt stærra, mætti vera hreykið af.

Það fer lítið fyrir efndum ríkisstjórnar sem lofaði aðhaldi og sparnaði á öllum sviðum.

Þessa dagana fer hamförum lítill feitur pjakkur sem lætur móðan mása og blaðrar frá sér allt vit, ef eitthvert er, dælir út yfirlýsingum til hægri og vinstri, og við borgum brúsann.

Þessi vesalingur ku vera utanríkisráðherra vor.

Sumir læra aldrei að halda kjafti og skammast sín.

Nóg að sinni og þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég tek undir kveðju þína og þakklæti til starfsfólks Landspítalans. Þar vinnur frábært fólk sem vinnur við aðstæður sem ekki ættu að þekkjast á því herrans ári 2011 og nýtur því miður ekki þeirrar virðingar ráðamanna sem því ber.

Ég einn af þeim sem á erfitt með að skilja forgangsröðunina í aðhaldi ríkisins á þessum krepputímum. Ég er sannfærður um að það eru víðar til peningar annarstaðar en í heilbrigðiskerfinu en sparnaðaraðferðir stjórnvalda eru illa litaðar af pólitískum markmiðum en ekki skynsemi fólks sem setur fólk framar stefnumálum.

Hjalti Tómasson, 25.7.2011 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband