3.10.2011 | 20:55
Hvað varð af skjaldborg heimilanna Jóhanna ??
Af hverju er ráðist að okkur öldruðum og öryrkjum einu sinni enn Steingrímur ??
Hverjum gagnast aðgerðir ríkisstjórnarinnar öðrum en eigendum vogunarsjóða, sem rokka feitt fyrir 65 milljarða hagnað af bankarekstrinum ??
Ég, sem öryrki, hef reynt að halda í horfinu en nú er svo komið að ef ég get ekki selt húskrílið, þá missi ég það.
Til eigenda einhverra erlendra vogunarsjóða sem, ef það skyldi hafa farið fram hjá háttvirtum stjórnarliðum, reyndar eiga íslensku bankana.
Ég er þó betur settur en margur annar því þegar ég gefst endanlega upp á "norræna velferðarsamfélaginu" þá verður mér tekið opnum örmum í Færeyjum, þar sem ég bjó á annan áratug.
Í versta falli hirðir bankinn húsið og ég pilla mig af stað.
Þó fyrr hefði verið.
Með þessum hugleiðingum mínum býð ég ykkur öllum góða nótt og þar til næst.
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.