Þetta er sosum ekkert einsdæmi.

...Því miður. Minnir smá á bókhald bankanna fyrir hrun. Sem vekur upp margar spurningar.

Til dæmis, hvað störfum "Sérstaks"  líði og  hvernig standi á því að ónefndir ryksjúgandi aðilar komist upp með að sporta erlendis, já og reyndar sumir hverjir eigi lögheimili þar í dag, ??

Réttvísin hefur sinn gang en ósköp gengur það seint.

Mér er minnisstætt viðtalið við Sigurð Einarsson eigi alls fyrir löngu, sem, hafi ég túlkað svör hans rétt, þá þau sýna mér að a) þetta var honum ekkert að kenna heldur undirmönnum hans, b) hann sem háttvirtur yfirbankastjóri brá sér frá í smá frí, menn sem bera ofurábyrgð- á ofurlaunum- hljóta mega hvíla sig af og til, en á meðan klúðruðu undirmennirnir öllu kerfinu c)  ef allt fer til helvítis þá er hann stikkfrí því hann var jú í fríi að líta eftir eignum sínum erlendis.

Uppörvandi fréttir fyrir okkur almúgann, sem berum þungann af bankahruninu og afleiðingum þess, að vita til þess að hér finnist enn heiðarlegir menn.

Hann var jú bara í fríi.

En, nú að öðru.

Það er alltaf dapurlegt að fá  fréttir  sem þær að komandi áramót leggist flug niður til norður hluta landsins en því miður þá er staðreyndin sú að ríkiskassinn er tómur.

Galtómur!

Þó ég sé ekki alltaf sammála því sem ríkisstjórnin gerir þá blöskrar mér þær árásir sem á stjórnarliðum hafa dunið upp á síðkastið. Háttvirtur Noregsfarinn, Sigmundur Davíð rífur kjaft sem aldrei fyrr sem leiðir hugann að hliðarverkunum megrunarkúrsins.

Það vefst enn fyrir Bjarna Ben (háttvirtum formanni Sjálfst. flokksins) hvort hann er með eða á móti.

Móti hverju ?? Ætli það Vefjist ekki fyrir honum.

Ég lít til framtíðarinnar með hryllingi ef þetta lið kemst að aftur.

Við vitum þó nokkurn veginn hvað við höfum. Þó bágborið sé.

Reyndar er ég kominn í startholurnar. Húsið komið á söluskrá og ég farinn við fyrsta tækifæri!

Með þessum jákvæðu hugleiðingum kveð ég að sinni (það er líka hægt að rífa kjaft úr Færeyjum ),

og þar til næst.

 

 


mbl.is Sýndarsparnaður lækkar ekki kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ég sé enga von fyrir Ísland með þessa handónýtu flokka

Góða ferð og gangi þér vel 

Magnús Ágústsson, 24.9.2011 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband