Það læðist að mér ljótur grunur.

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, lagði til á fundi borgarstjórnar í dag að borgarfulltrúar birti upplýsingar um öll fjárframlög til þeirra vegna prófkjara fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar eigi síðar en 28. febrúar næst komandi.

Borgarfulltrúar hugsanlega vanhæfir

,,Þar sem mörg þekkt dæmi eru um að aðilar úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki hafi setið beggja vegna borðsins við einkavæðingu ríkisbankanna, og gerst auðmenn í kjölfarið, hlýtur það að vekja upp spurningar um tengsl þeirra við borgarfulltrúa þessara flokka í áðurnefndum prófkjörum. Ef ýmsir aðrir aðilar, sem hafa komið að mjög svo vafasamri einkavæðingu liðinna ára, tengjast borgarfulltrúum fjárhagslegum böndum, þá eru hinir sömu borgarfulltrúar orðnir vanhæfir til að gegna starfi sínu, því þeir geta þá ekki þjónað þeim hagsmunum almennings ásamt sannfæringu sinni, sem þeim er ætlað að gera," segir í greinargerðinni.

Tillögunni vísað frá með atkvæðum meirihlutans

Tillögu Ólafs var vísað frá með átta atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Samfylkingin sat hjá við afgreiðslu málsins en borgarfulltrúar Vinstri grænna greiddu atkvæði með tillögunni.

Er verið að fela eitthvað???

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Spillingin hefur náð til ansi margra, allsstaðar í stjórnsýslunni.  Ég er hætt að verða hissa, þegar hroðinn kemur í ljós.  Og hugsa yfirleitt hvað næst.  Þetta er allt með ólíkindum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.12.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband