Siðblinda!

Hvenær verður efnt til kosninga, spurði Ögmundur. Geir svaraði því til að ríkisstjórnin hefði meirihluta þingheims á bak við sig. Skylmingum þeirra lauk með því að Geir sagði ekki hægt að eiga orðastað við Ögmund enda gargaði hann eins og hann væri á útifundi. „Þetta er umboðslaust fólk," æpti þá Ögmundur úr sæti sínu.

Í framhaldinu fylgdu nokkrar fyrirspurnir, meðal annars spurði Árni Þór Sigurðsson, Árna Mathiesen fjármálaráðherra hvort hann ætlaði ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis á stjórnsýsluháttum Árna við skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara.

Árni fjármálaráðherra kvaðst ekki hafa hugsað sér að segja af sér vegna málsins.

Í öllum siðmenntuðum löndum, eins og t.d. Norðurlöndunum segja ráðherrar af sér ef þeir verða uppvísir að einhverjum smámunum, eins og að undirborga barnfóstrunni(svart) eða misnota kortið sitt(slikkerískaup sem svo skrifast á þjóðina).

Hér á landi virðist mér lenskan hins vegar vera sú að því meir sem þú klúðrar hlutunum, því fastar situr þú.

Ef dýralæknirinn hefði snefil af samvisku þá væri hann löngu búinn að segja af sér og farinn út í sveit að taka júgurbólguprufur.

Mig hefði aldrei órað fyrir því að ég ætti eftir að skammast mín fyrir að vera Íslendingur en það svíður þegar erlendir vinir eru að hringja í mig og spyrja spurninga sem ég get ekki svarað.

Er það nokkur furða að enn sé hlegið að okkur út um allan heim?

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála þér í að skammast mín í fyrsta sinn á ævinni fyrir þjóðernið.

Villi Asgeirsson, 21.1.2009 kl. 12:12

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr...  Lifi byltingin!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:33

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nú er búið að opna fyrir undirskriftir við áskorun til forseta og Alþingis um utanþingsstjórn og boðun sjórnlagaþings á vefsíðunni Nýtt lýðveldi, slóðin er  www.nyttlydveldi.is

Kristbjörn Árnason, 23.1.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband