Seint ætlar látunum að linna.

Kosningar í vor auka ekki tiltrú á íslenskt efnahagslíf.

Kosningar á Íslandi í vor munu lítil áhrif hafa á erlenda fjárfesta og tiltrú þeirra á íslenskt efnahagslíf og krónuna.

Vandræði Íslendinga hafa lítið með pólitík að gera," segir Chris Turner, sérfræðingur hjá ING í Bretlandi. Hann segir stjórnmálin á Íslandi vera aukaatriði frá sjónarmiði viðskiptaheimsins.

Meira máli skipti hvort gjaldmiðillinn nái sér og skapi trúverðugleika. „Þrátt fyrir lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og aðgerðir því tengdar er enn of snemmt að segja til um hvort krónan nái sér," segir Turner.

Annar sérfræðingur, Michel Ganske hjá Commerzbank, segir óheppilegt að stjórnmálaástandið skuli vera eins óstöðugt og fréttir síðustu daga gefi til kynna. „Þetta er ekki góður tímapunktur fyrir þá að vera með alvarlega veikan forsætisráðherra og nýjar kosningar," segir hann.En landið er augljóslega þegar komið í erfiða stöðu. Það er ekki eins og um sé að ræða ríkisstjórn sem hafi notið gríðarlegrar velgengni og sé nú að missa óskoraðan leiðtoga,"

En svo kemur ljósglætan í myrkrinu:

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi stjórn Glitnis banka til að greiða Vilhjálmi Bjarnasyni 1,9 milljónir króna í bætur vegna þess að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, seldi bankanum hlutabréf á yfirverði, sem öðrum hluthöfum bankans bauðst ekki.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að stjórn Glitnis hafi hvorki gætt hagsmuna bankans né hluthafa þegar hún gekk frá kaupum á hlutum Bjarna Ármannssonar á yfirverði. Stjórnin hafi einnig mismunað  hluthöfum bankans. Henni hafi borið að sýna ráðdeild við meðferð eigna bankans en það hafi hún ekki gert í þessu tilfelli. Hafi stjórnin bakað sér skaðabótaábyrgð með þessari samningsgerð og beri að greiða Vilhjálmi bætur.

Vilhjálmur byggði bótakröfu sína á því, að honum hafi ekki verið gefinn kostur á því að selja bankanum hlutabréf sín á genginu 29, eins og Bjarni fékk, og kaupa þau aftur á genginu 26,66 sem var markaðsgengi bréfanna þennan dag.

Svo kemur hér rjómatoppurinn oná tertuna: Fyrrum stjórn Glitnis áfrýjar dómi!

Í yfirlýsingu, sem stjórnarmennirnir fyrrverandi hafa sent frá sér segjast þeir telja niðurstöðu héraðsdóms í grundvallaratriðum ranga og ekki í samræmi við þær réttarreglur sem gildi á sviði félaga- og skaðabótaréttar. Kaup bankans á umræddum hlutabréfum hafi að auki verið innan samþykkta hluthafafundar bankans.

„Við erum þess fullviss að dómnum verður hnekkt í Hæstirétti," segir í yfirlýsingunni. 

Hmmm!

Í stjórn Glitnis sátu á þessum tíma Þorsteinn M. Jónsson, Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmundarson og Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Það skyldi þó aldrei vera að hengingarólin sé farin að þrengja að ofur viðkvæmum hálsum einhverra?

Þar til næst.


mbl.is Fyrrum stjórn Glitnis áfrýjar dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillingarliðið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 03:12

2 identicon

Til hamingju Vilhjálmur..... en hvenær skildi Birna borga það sem hún fékk gefins.

Ég keypti um daginn blóm í reikning.  Þau dóu.  Ég fór í blómabúðina og bað þá um að fella niður skuldina þar sem þau urðu verðlaus.

Ekki varð orðið við þeirri beiðni.

Gunnar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband