Seint tekur svínaríið enda.

Kaupendur lúxusbílanna fá endurgreiðslu frá ríkinu.

Kaupendur lúxusbílaflota Kaupþings, sem seldu bílana áfram til útlanda, fá endurgreiðslur frá ríkinu upp á allta að tvær milljónir fyrir hvern bíl.

Eins og fram hefur komið seldi stjórn Nýja Kaupþings fimmtíu lúxusbíla fyrrum stjórnenda bankans með verulegu afslætti. Flotinn var metinn á fjögurhundruð milljónir en seldur á um eitt hundrað milljónir samkv. heimildum fréttastofu Vís.

Stór hluti flotans var seldur til útlanda í gegnum innlenda aðila. Fyrirtækið Úranus keypti til að mynda um 25 bíla en eigandi fyrirtækisins hefur staðfest í samtali við fréttastofu að hafa selt þá til útlanda.

Ríkisstjórnin ákvað í lok síðasta árs að veita tollstjóra heimild til að endurgreiða vörugjald og virðisaukaskatt af bifreiðum sem eru seldar úr landi. Var þetta meðal annars gert til að auðvelda bílaumboðum að losa sig við umframbirgðir. Endurgreiðsla miðast við greidd gjöld og aldur ökutækis en hún getur aldrei orðið hærri en tvær milljónir króna.

Því er ljóst að kaupendur bílaflotans hafa fengið verulega upphæðir endurgreiddar frá ríkinu eða á bilinu 25 til 80 milljónir gróflega áætlað. Markaðurinn með lúxusbíla er takmarkaður á Íslandi sem og erlendis um þessar mundir en engu að síður er ljóst að kaupendur bílaflotans hafa hagnast verulega enda kemur endurgreiðslan ofan á þann afslátt sem bankinn veitti upphaflega.

Tekur því nokkuð að hafa fleiri orð um þetta ?

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Hvað er að þessum skilanefnum....hverjir borga þennan mismun haldið þið ?

Guðmundur Óli Scheving, 18.2.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband