Mál Baldurs gegn Eimskipi tekið fyrir.

Mál Baldurs Arnar Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, gegn félaginu var tekið fyrir í Héraðsdómi Rvk. í morgun.

Baldur stefndi félaginu sl.haust og krefst 140 milljóna króna vegna 22 mán. eftirstöðva af starfslokasamningi sem hann gerði við fyrirtækið. Baldur hefur fengið tvo mánuði greidda af starfslokasamningnum frá því hann hætti í feb. í fyrra.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Baldurs, segir að það verði ákveðið í næst viku, hvenær aðalmeðferð málsins fer fram.

Svo mörg voru þau orð.

Það skyldi engan undra þó að "óskabarn þjóðarinnar" sé á hausnum, en þetta virðist mér þó bara vera eitt af smámálunum sem núverandi stjórnendur óskabarnsins þurfa að glíma við. Stjórnleysið virðist allsstaðar hafa átt sér stað, svo ekki sé minnst á flottræfilsháttinn og sýndarmennskuna.

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Maðurin gerði náttúrlega samningum um "árangurstengda launauppbót" sem hlýtur að vera umtalsverð þegar litið er til þess að félagið sýndi á næstliðnu ári næst-verstu útkomu eins fyrirtækis í gervallri atvinnusögu Íslands.  Hann hlýtur að eiga rétt á miklu meira en 140 kúlum, c'mon!

Flosi Kristjánsson, 16.2.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Var ekki líka talað um þá miklu ábyrgð sem stjórnendur bæru?

Það virðist fara eitthvað lítið fyrir ábyrgðinni þegar spilaborgin hrynur.

Þráinn Jökull Elísson, 16.2.2009 kl. 14:52

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er ekki viss um að orðið árangurstenging hafi komið fyrir í starfslokasamningum sem gerðir voru í "góðærinu". Það þótti bara sjálfsagt að borga það sem upp var sett.

Það má því vel vera að Sigurður G. nái þessu fyrir Baldur, þ.e.a.s. ef Eimskip er enn til.

Ragnhildur Kolka, 16.2.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband