Saksóknari fær ekki skýrslur um gömlu bankana.

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda bankahrunsins hefur sökum bankaleyndar ekki fengið aðgang að þeim gögnum sem hann telur nauðsynlegt að embætti sitt fái. Um er að ræða skýrslur endurskoðunarfyrirtækja um gömlu bankana dagana fyrir og eftir fall þeirra í október. Skýrslunar eru nú í vörslu Fjármálaeftirlitsins.

Eva Joly, sem nýverið var ráðin sem ráðgjafi við rannsókn á bankahruninu, gagnrýndi bankaleyndina í viðtali í norska sjónvarpinu á föstudaginn og sagði hana fáránlega. Það væri óskiljanlegt að Fjármálaeftirlitið teldi sig ekki geta afhent gögnin.

Embætti sérstaks saksóknara óskaði eftir skýrslunum formlega 13. febrúar en áður hafðu verið leitað eftir upplýsingum úr þeim. Ítrekunarbréf var sent 25. febrúar.

Formlegt svar frá Fjármálaeftirlitinu hefur ekki enn borist. Fréttablaðið hafði eftir Gunnari Haraldssyni, stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins, á fimmtudaginn að verið væri að vinna í málinu og að sérstakur saksóknari fá skýrslurnar síðar.

Hvur andskotinn er í gangi?

Hvað er verið að fela núna?

Gera ráðamenn þjóðarinnar sér ekki grein fyrir því að við erum búin að fá nóg?

Það er fátt annað framundan en ólæti og jafnvel blóðsúthellingar ef ekkert verður að gert.

Það er enn gert stólpagrín að okkur út um allan heim. Það er fjandi skítt að þurfa spila sig norskan eða sænskan á erlendri grund, bara til þess eins að verða ekki fyrir aðkasti.

Eva Joly, sem nýverið var ráðin sem ráðgjafi við rannsókn á bankahruninu, gagnrýndi bankaleyndina í viðtali í norska sjónvarpinu á föstudaginn og sagði hana fáránlega. Það væri óskiljanlegt að Fjármálaeftirlitið teldi sig ekki geta afhent gögnin.

Nú vil ég fá að vita, á ekki að taka tillit til orða Evu Joly?

Á kannski bara að halda áfram að ljúga að okkur óbreyttum borgurum og treysta á gullfiskaminnið?

Það gengur ekki lengur!

Ég persónulega er bálreiður.

Ef einhverjir djöfuls glæpamenn hefðu ekki rústað landinu okkar þá væri ég löngu búinn að pilla mig yfir til nágrannalandsins, eina vandamálið er fjandans gengið, svo þið bara vitið það.

Það sem mér finnst þó allra sárast er að ég skuli skammast mín fyrir að vera Íslendingur.

Á meðan allt flýtur að feigðarósi þegja ráðamenn, og af hverju?

Er verið að hlífa einhverjum?

Íslenska þjóðin á rétt á því að vita hvað er að gerast því eftir allt þá erum það við sem borgum brúsann.

Ég krefst þess fyrir hönd óánægðra Íslendinga að nú fái Eva Joly að marka stefnuna og að fullt tillit verði tekið til orða hennar og hún fái alla þá aðstoð sem hún fer  fram á.

Það er andsk... sárt að vita að við séum enn aðhlátursefni allra nágrannaþjóðannna og af hverju?

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi verður bankaleyndinni aflétt á næstu dögum, ætli það þurfi ekki lagafrumvarp til þess að  breyta þessu?  Nema ef menn væru færðir til yfirheyrslu, þá væri hægt að gera húsrannsókn og kyrrsetja eigur þeirra.  Betur má ef duga skal. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.3.2009 kl. 02:02

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Íslenska þjóðin á rétt á því að vita hverjir stóðu á bak við spillinguna og mikilvægt að engin gögn séu falin þar. Gagnrýni Joly á því rétt á sér og mikilvægt að starfað sé með henni í að upplýsa spillinguna, þar þarf ríkið að koma inn og sýna samstarfsvilja.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 21:13

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það sem Eva Joly sagði í norska viðtalinu var athyglisvert.  Vonandi gengur það eftir.

Tregðulögmálið er hins vegar nokkuð sterkt...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband