Ekki leitað til sérfræðinga í skattaskjólum.

Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.

Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar.

Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það.

Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina.

Á s.l. hálfu ári hefur semsagt EKKERT gerst!

Engin mál vegna bankahrunsins ( ránsins ) komin á það stig að ástæða hafi þótt til að nota tengslin?

"En það komi til greina"?

Er það svona sem kaupin á eyrinni gerast?

Það getur margt gerst á hálfu ári, já, og á jafnvel enn styttri tíma.

Það er hægt að fela margt á þeim tíma.

Það er líka hægt að teygja svo á þolinmæðinni hjá landanum að upp úr sjóði.

Æ fleiri fjölskyldur berjast nú í bökkum að láta enda ná saman, hvert fjármálahneykslið rekur á fætur hvert öðru, nú síðast SPRON.

Hvernig var það annars með tillögur Evu Joly um að fjölga þeim sem að rannsókninni myndu koma, já og aukið fjármagn?

Á að hunsa þær?

Að bæta við einum eða tveim er nú reyndar vesæl tilraun, og misheppnuð, til að róa alþýðuna sem nú þegar hefur fengið upp í kok.

Er ekki kominn tími til að ráðamenn vakni af Þyrnirósarsvefninum og láti verkin tala?

Þjóðin er orðin langþreytt á að láta draga sig á asnaeyrunum.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband