Pólitík o.fl.

Var að hlusta (horfa ) á umræðurnar frá borgarafundinum í Hafnarf. Þar kom sosum ekkert nýtt fram, sama gamla tuggan hjá flestum.

Þó voru þar tvær konur sem mér fannst bera af, annars vegar Guðrún María Óskarsdóttir og hins vegar Siv Friðleifsdóttir.

Á hinn bóginn fannst mér dapurlegt að heyra nýkjörinn formann Sjálfstæðisflokksins bera á borð fyrir íslensku þjóðina gamlar útjaskaðar klisjur eins og t.d. "Við verðum að nýta orkulindir okkar."

Hvernig þá? Fleiri álver?

Veit ekki vesalings drengurinn að álbirgðir hrúgast upp, víðsvegar í heiminum ,og Alcoa var rekið með bullandi tapi síðasta ár?

Þó fannst mér bera í bakkafullan lækinn þegar talið barst að Geir Haarde og yfirlýsingu hans um að hann, og enginn annar, bæri ábyrgð á þessum fimmtíogfimm milljónum sem lagðar voru í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins.

Kommon, ég er ekki fæddur í gær.

Trúir því nokkur heilvita maður að ENGINN annar en Geir hafi vitað af þessum aurum?

Hvernig er með tjáskiptin þarna í Valhöll?

Nei nei!

Reyndar held ég að það skipti engu máli hvað frambjóðendur bera á borð fyrir okkur kjósendur, það er okkar að taka ákvörðun, þegar við göngum í kjörklefann þ. 25. næstkomandi.

Þar til næst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband