Orð að sönnu.

Ég stóðst ekki mátið þegar ég rakst á þessa grein Steingríms Hermannssonar fv. forsætisráðherra, í Tímanum, kosningablaði Framsóknarflokksins, en tók mér það bessaleyfi að birta smá klausu úr henni, vona að mér fyrirgefist frekjan.

Steingrímur segir svo: "Við Íslendingar verðum að horfast í augu við þá staðreynd að útilokað virðist að við getum greitt þær skuldir, sem á einstaklingum, fyrirtækjum og þjóðarbúinu hvíla. Ekki bætir það úr skák að við blasir vaxandi atvinnuleysi og minnkandi þjóðartekjur. Lántakendur einir eiga ekki að bera þessar byrðar. Það verða einnig lánveitendur að gera. Áætla verður án frekari tafa hvað miklar skuldir þjóðin getur borið, leggja dæmið fyrir lánveitendur með þeim skilaboðum að svo mikið geti þeir fengið, eða, að öðrum kosti, lítið sem ekkert. Ef við gerum þetta ekki eigum við á hættu að tapa öllu, meðal annars náttúruauðlindunum."

Ég hef ekki trú á að Ísland verði útilokað úr samskiptum við aðrar þjóðir, verði þessi leið farin.

Hvað gerðu Argentínumenn?

Buðu þeir ekki lánardrottnum sínum þrjátíu af hundraði ?

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband