18.5.2009 | 21:41
Fyrning aflaheimilda.
Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um fyrningu aflaheimilda eru hugmyndir um þjóðnýtingu og setur sjávarútveginn í uppnám, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.
Bjarni sagði að menn þyrftu að spyrja sig hvort fyrning aflaheimilda myndi skila einhverju.
Bjarni minn góður, hefurðu spurt sjálfan þig hvort fyrning aflaheimilda myndi ekki skila einhverju af kvótanum, sem nokkrum aðilum var færður að gjöf fyrir liðlega tuttugu árum, kvóta sem menn hafa verslað með og velta sér svo upp úr vellystingum á sama tíma og nýgræðingarnir í sjávarútveginum berjast í bökkum við að framfleyta sér og sínum?
Hefurðu spurt sjálfan þig að því hvernig það geti átt sér stað að ( útgerðar )menn sem ekki hafa gert út árum saman búi í villum suður á Flórída og sækji framfærslueyrinn í vasa þeirra vesalings manna sem neyðst hafa til að leigja kvótann frá þeim?
Hefurðu spurt sjálfan þig hvort þetta kerfi sé réttlátt?
Ég stór efast um það.
Mér virðist það loði við þig, eins og alltof marga annars ágætismenn innan Sjálfstæðisflokksins, hræðsla við að missa spón úr aski þínum.
Ef þú hefur einhverjar hugmyndir hvernig komast megi í veg fyrir kvótabraskið þá endilega komdu þeim á framfæri og það á máli sem hinn almenni borgari skilur.
Ég hlustaði á þig í kvöld og varð fyrir vonbrigðum.
Þú skautaðir til hægri og vinstri.
Bættu úr því góði.
Þar til næst.
Athugasemdir
Sæll Þráinn.
Þetta er svo rétt hjá þér að ég fæ gæsahúð.
Þvílikur loddari þessi vesalingur, formaður Sjálfstæðisflokksins er, er bara skandall.
Sjálfstæðisflokkurinn er foringja laus.
Guðmundur Óli Scheving, 18.5.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.