Ég bíð í ofvæni...

...eftir framhaldinu.

Gunnlaugur Sigmundsson hættir sem formaður stjórnar Icelandair Group.

Gunnlaugur er framkvæmdastjóri Máttar sem missti hlut sinn til Íslandsbanka í morgun.

Þá má einnig gera ráð fyrir að Einar Sveinsson víki úr stjórninni og að Jón Benediktsson víki úr varastjórn en þeir voru fulltrúar Nausts, og að hluta til Máttar, sem einnig missti hlut sinn í veðkalli Íslandsbanka.

Það skyldi þó ekki vera farið að þrengjast í búinu hjá smáfuglunum?

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki trúi ég því að, Jökull að þú gleðjist yfir því að Icelandair sé komið í ríkiseign.

Þessa dagana er verið að sýna kvikmyndina "Alfreð Elíasson og Loftleiðir" í Kringlubíó. Ég skrapp að sjá hana á meðan Evrovisionkeppnin var sýnd í sjónvarpinu síðastliðið laugardagskvöld. Hafi ég haldið (sem ég gerði náttúrulega ekki) að flugrekstur ætti heima hjá ríkinu, þá var þessi mynd ágæt áminning um að svo sé ekki.

Flugrekstur er erfiður bissniss, en í höndum ríkisins er hann botnlaus tapdíki. Við skulum vona að stoppið hjá ríkinu verði aðeins í mýflugumynd því annars leggjast flugsamgöngur til og frá landinu niður í því árferði sem við nú búum við.

Og svo skulum við vona að ríkið losi sig við bankana strax og þeim hefur tekist að selja Icelandair.

Ragnhildur Kolka, 18.5.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég gleðst alls ekki yfir því Ragnhildur mín kæra. Það sem mér hins vegar blöskrar er að alls staðar virðist sama stjórnleysið hafa átt sér stað.

Og úr því þú minnist á myndina "Alfreð Elíasson og Loftleiðir" þá vona ég svo sannarlega að mér auðnist að sjá hana. Þvílíkt mikið og gott sem ég hef lesið um þann heiðursmann. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 18.5.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband