Þó fyrr hefði verið.

Tólf húsleitir hafa verið framkvæmdar í vikunni vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á kaupum Q Iceland Finance ehf. á 5% eignarhlut í Kaupþingi. Í dag var framkvæmd húsleit á heimili Ólafs Ólafssonar.

Samkvæmt 3. mgr. 74. gr. laga um meðferð sakamála er skilyrði fyrir húsleit að rökstuddur grunur leiki á að framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru og að sakborningur hafi verið þar að verki, enda séu augljósir rannsóknarhagsmunir í húfi. Auk húsleitar á heimili Ólafs og heimilum stjórnenda Kaupþings var framkvæmd húsleit á skrifstofum Arion verðbréfavörslu og á skrifstofum Kjalars, sem er eignarhaldsfélag í eigu Ólafs.

Það þarf varla að hafa fleiri orð um þetta, og þó, eftir að hafa lesið slatta af bloggsíðum plús athugasemdir þar sem sitt sýnist hverjum kemur mér í hug gamla orðtækið: Enginn reykur er án elds.

Nú er bara að bíða og sjá hverju framvindur.

Þar til næst.


mbl.is Leitað á heimili Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband