Vill ekki að séra Gunnar snúi aftur.

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar vill ekki að séra Gunnar Björnsson snúi aftur til starfa í Selfossprestakall fyrr en nefndin hefur úrskurðað í málinu.

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands í máli gegn séra Gunnari Björnssyni presti á Selfossi.

Með dómi Héraðsdóms var Gunnar sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart tveimur stúlkum. Dómurinn taldi sannað, með framburði ákærða og stúlknanna, að ákærði hefði átt þau samskipti við stúlkurnar sem í ákæru greindi og fólust meðal annars í faðmlögum, strokum og kossum.
Hins vegar var tiltekin háttsemi sem ákært var fyrir og talin falla undir kynferðislega áreitni talin ósönnuð.

Fram kom í frétt Rúv að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hafi óskað eftir þessu við Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, en hann hefur ekki svarað nefndinni.

Hvað skyldi annars orðið siðareglur þýða?

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband