Skrattinn sér um sína.

Þeir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, voru samtals skráðir með 5,4 milljarða króna lán hjá bankanum sem veitt voru til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi.

Samkvæmt lánabók Kaupþings skuldaði Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur Kaupþings, bankanum tæpar 450 milljónir sumarið 2006 vegna lána sem hann hafði fengið til hlutabréfakaupa í bankanum. Helgi veitti stjórninni lögfræðilegt álit um að hún hefði heimildir til þess samkvæmt lögum að fella persónulegar ábyrgðir starfsmanna niður. Helgi vill ekki tjá sig um lánin; telur þau einkamál.

Kristján Arason, þáverandi framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings fékk, samkvæmt lánabókinni, 893 milljónir að láni í formi svokallaðs kúluláns.

Kaupþing lánaði starfsfólki sínu samtals 47,3 milljarða til hlutabréfakaupa í bankanum árið 2006.

Þetta eru miklir peningar.

Mjööööög miklir!

Þó ber að hafa í huga þá miklu ábyrgð sem þessir menn báru.

Það hafa þeir jú sjálfir sagt.

Löglegt???

Siðlaust???

Dæmi hver fyrir sig.

Eitt liggur mér þó á hjarta.

Hvar er ábyrgðin í dag?

Er siðblindan, já og siðspillingin, kannski orðin svo allsráðandi að þessum höfðingjum finnist ástandið ofur eðlilegt?

Svo er allavega að skilja þegar þeir skýla sér á bak við meingallaða löggjöf, sbr. lögfræðiálit Harðar Felix Harðarsonar, lögmanns Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrverandi forstjóra Kaupþings.

Í álitinu kemst Hörður Felix að þeirri niðurstöðu að ákvörðun stjórnar  gamla Kaupþings um niðurfellingu ábyrgða  nokkurra helstu stjórnenda bankans vegna lána sem þeir höfðu fengið til að kaupa hlutabréf í bankanum hafi verið lögum samkvæmt.

Þá vitum við það.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fengu milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband