Kaupþing kyrrsetur einkaþotu stjórnarformanns Tottenham.

 

Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans.

Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði.

Vonandi er þetta bara byrjunin.

Af nógu er sosum að taka.

Þar til næst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi taka íslenskir bankar svona ákvarðanir á næstunni, að kyrrsetja eigur manna og kvenna.  Kveður Jóna Kolla. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.7.2009 kl. 01:23

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Bretarnir eru framtaksamir.

Íslensk löggjöf er hinsvega hönnuð fyrir glæpamenn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.7.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband