Bananalýðveldið Nýja Ísland.

 

Arðgreiðsla Sjóvár til eigenda sinna á árinu 2007 var 170 prósent af hagnaði félagsins það árið. Milestone, fyrrverandi eigandi Sjóvár, fékk 7,3 milljarða króna í arð á sama tíma og hagnaður Sjóvár, sem samanstóð af trygginga- og fjárfestingarekstri, var 4,3 milljarðar kr.

Hvernig er þetta mögulegt?

Heimildir Morgunblaðsins herma að meðal annars sé verið að rannsaka brot á 9. grein á lögum um vátryggingastarfsemi. Í þriðju málsgrein hennar segir að „vátryggingafélag má ekki taka á sig ábyrgðir sem ekki eru vátryggingar. Því er óheimilt að taka á sig skuldbindingar sem ekki eru í tengslum við eðlilegan rekstur vátryggingafélags“. Sjóvá gekkst í fjárhagslega ábyrgð fyrir fasteignaþróunarverkefni í Macau á vegum dótturfélags síns að jafnvirði 8,5 milljarða króna og auk þess er grunur um að stór hluti þeirra skuldbindinga sem félagið tók á sig vegna fjárfestinga sinna sé ekki í tengslum við eðlilegan rekstur vátryggingafélags, en Sjóvá átti 35 dótturfélög sem voru utan um fasteignafjárfestingar félagsins.

Þrjátíuogfimm dótturfélög??

Málefni Sjóvár eru sem stendur til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara eftir að Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði þeim þangað. Áður hafði FME verið með málið til skoðunar frá apríl 2008.

Þó fyrr hefði verið.

Í öllum siðmenntuðum löndum væri löngu búið að setja eigendurna á bak við lás og slá.

Dæmið er jú borðleggjandi.

En þetta er Ísland.

Land tækifæranna og útrásarvíkinganna sem sumir hverjir hafa verið heiðraðir af forseta vorum.

Það er reyndar kominn tími á að setja kallinn af og leggja forsetaembættið niður.

Ísland er líka land litla mannsins sem borgar brúsann þegar útrásarvíkingarnir eru búnir að skíta upp á axlir.

Skyldu þeir ekki bara sleppa með áminningu?

Spillingin og allur tilheyrandi viðbjóður blasir hvarvetna við.

Hún teygir sig líka inn í þingsalina, eða var ekki Tryggvi Þór Herbertsson bankastjóri fjárfestingarbankans Askars Capital, þar sem meðal annarra sat í stjórn Steingrímur Wernersson?

Hvað skyldi annars hafa orðið um þann banka?

Skyldi ekki forstjórinn Þór Sigfússon hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð?

Nei, nú er nóg komið. Þjóðin er búin að fá nóg af að láta taka sig í ósmurða endagörnina.

Ég spái því að þetta eigi eftir að enda með ósköpum, jafnvel blóðsúthellingum, ef þessir glæpamenn geta haldið áfram að spássera um götur borgarinnar eins og ekkert hafi í skorist-þ.e. ef þeir þá þora því.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Arðgreiðslur Sjóvár árið 2007 meiri en hagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband