23.7.2009 | 18:27
Spilaborgin hrynur.
"Steldu milljón og þú ert í vondum málum.
Steldu 20 milljörðum og bankinn er í vondum málum."
Þeir tæplega tuttugu milljarðar sem Björgólfsfeðgar lánuðu öðru félagi í sinni eigu í Lúxemborg fóru í greiðslur vegna veðkalla og uppgreiðslu á lánum.
Um var að ræða víkjandi lán upp á 90 milljónir evra til Samson Global í Lúxemborg, en félagið er í eigu Rosetta og Rainwood, sem eru í eigu Björgólfsfeðga.
Þrotabú Samsonar hefur sem kunnugt er höfðað mál gegn félaginu í Lúxemborg til að fá skuldina greidda, en hún stendur í 109,5 milljónum evra eða um 19,4 milljörðum króna, samkvæmt stefnunni. Lýstar kröfur í þrotabú Samsonar á Íslandi nálgast nú hundrað milljarða en eignir búsins nema rúmum 2,3 milljörðum.
Það þýðir að ef ekkert fæst úr málshöfðunum þrotabúsins munu lánveitendur Samsonar tapa mismuninum, á tíunda tug milljarða króna, en á meðal kröfuhafanna eru íslenskir lífeyrissjóðir.
Mér virðist íslenska réttarkerfið vera hannað til að handtaka skinkuþjófa svo undarlegt sem það kann nú virðast.
Samanber orð Evu Joly, "Stórlaxarnir sleppa."
Ef svona fjárglæframenn verða ekki látnir svara til saka hið fyrsta þá hræðist ég afleiðingarnar.
Íslenski almúginn lætur ekki bjóða sér lengur að borga skuldir óráðsíumanna á sama tíma og þeir velta sér upp úr vellystingum á sólarströndum erlendis.
Þá verður gripið til einhvers róttækara en fúleggja og skemmdra tómata.
Þar til næst.
Milljarðarnir til Samson Global fóru í önnur lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þessir Björgólfsfeðgar unnu í skjóli íslenskra stjórnvalda, sem gáfu þeim lyklavöldin í Landsbankanum ! væri ekki nærtækara að handsama þá alla ! fjórmenningaklíkan, þ.e.s. , þeir sem einkavinavæddu bankanna, ættu ekki að sleppa heldur ! Lally johns eða Árni Johnsen fá ekki slíka samúð ! hvar er réttlætið ???
Vestarr Lúðvíksson, 23.7.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.