Það dynja á okkur kjaftshöggin...

 

...hvert á fætur öðru.

Nú er það Norræni fjárfestingabankinn sem neitar að lána okkur krónu meir.

Í samtali við fréttastofu staðfestir stjórnarformaður í Norræna fjárfestingabankanum að hann væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum - hann teldi of mikla áhættu felast í því í að lána til Íslands.

Skyldi engan undra.

Þumalputtareglan er jú sú að lántaki greiði lán sín.

Ekki rétt?

Þó er það eitt sem mér finnst skjóta skökku við.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að það virðist tvímælalaust vera tenging á milli lána frá Norræna Fjárfestingabankanum til Íslands og afgreiðslu Icesave.

Hvernig í ósköpunum getur maðurinn haldið þessu fram?

Norræni Fjárfestingabankinn hefur ekki lánað okkur krónu síðan í okt.2007.

Ég minnist þess ekki að hafa heyrt eitt orð um Icesave reikningana fyrr en við bankahrunið ári seinna.

Kannski hafa þessir höfðingjar vitað meira en íslenskur almúginn en það hefur þá verið falið vel fyrir okkur.

Eins og svo margt annað.

Ég hef oft hamrað á því að það þurfi ekki að grafa djúpt...

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er athyglisvert sem þú segir Þráinn, að NFB hefur ekki lánað til Íslands síðan í október 2007. Þetta merkir að yfirlýsing þeirra er runnin undan rifjum Samfylkingarinnar, eða greiði við Jón Sigurðsson. Hefur þú heimildir á Netinu fyrir þessu ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.7.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það hef ég Loftur. Ég bendi á http://www.nib.int/loans/recent_loans?year=All&country=Iceland&Search.x=24&Search.y=12.

Norræni fjárfestingarbankinn í Helsinki (NIB) hefur ekki veitt lán til Íslands síðan haustið 2007 samkvæmt lánayfirliti á heimasíðu sjóðsins. Beiðnum um lán frá þeim tíma hefur öllum verið synjað. Það virðist því ekki vera eingöngu bankahrunið í fyrrahaust og fall á lánshæfi landsins í kjölfarið sem ráði afstöðu bankans til lána hingað eins og skilja mátti af orðum Sigurðar Þórðarsonar, varafulltrúa Íslands í stjórn bankans, í fréttum RÚV í kvöld.

Þráinn Jökull Elísson, 24.7.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér fyrir Þráinn. Ég sendi þessa frétt á fréttarstofur.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.7.2009 kl. 01:57

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Frábært Loftur.

Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 25.7.2009 kl. 07:10

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er eitt með lygar Samfylkingarinnar, því þaðan er einskins annars að vænta, en þessar gengdarlausu lygar "hlutlausra" fjölmiðla ætla engann enda að taka. Vankunnátta og vangeta ná ekki að skýra þetta. Rakinn ESB blinda ræður för hjá RÚV, Fréttablaðinu, Stöð 2 og því miður alltof oft Morgunblaðið.

Þegar nokkur skref eru tekinn aftur á bak, má ljóst vera að sá hópur áhrifafólks sem hér vill stjórna hefur tekið ákvörðun "fyrir" almenning. Það á að þvinga þjóðina inn í ESB. Þetta skal gert með því að stjórna fréttaflutningi og skoðanamyndun. Næst mun það gerast að hópur "málsmetandi" manna og kvenna verður keyptur til málflutnings á ESB og þannig "tryggt" að almenningur hætti að spyrja hvers vegna ESB.
Ert þú lesandi góður hrifinn af því að láta taka ákvörðun fyrir þig?

Haraldur Baldursson, 26.7.2009 kl. 22:13

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hafa fréttastofur leiðrétt þetta enn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.7.2009 kl. 22:16

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Neibb.

Þráinn Jökull Elísson, 26.7.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband