Fyrrum upplýsingafulltrúi kærður til sérstaks saksóknara.

 

Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, hefur verið kærður til sérstaks saksóknara fyrir að hafa sent efnislega rangan tölvupóst til fjölmiðla í blekkingarskyni.

Það á ekki af okkur að ganga.

Málið á rætur sínar að rekja mörg ár aftur í tímann og snýst um deilur Þorsteins Ingasonar við Búnaðarbankann og síðar KB Banka og Kaupþing.

Þorsteinn átti skreiðafyrirækti á 9. áratug sem tekið var til gjaldþrotaskipta. Hann sætti sig ekki við þau málalok og telur að ólögmætar aðgerir bankans hafi leitt til gjaldþrotsins. Málarekstur hefur staðið yfir vegna þess allar götur síðan.

Það er verið að grafa upp meiri óþverra eftir því sem á líður.

Fjármálaeftirlitið blandaði sér í málið árið 2005 og gerði athugsemdir við vinnubrögð bankans í málinu. Eftir að það komst í fjölmiðla ári síðar sendi Benedikt Sigurðsson, sem þá var upplýsingafulltrúi bankans, bréf til fjölmiðla þar sem hann sagði að fjármálaeftiritið hafi ekki talið tilefni til aðhafast í málinu.

Þorsteinn hefur nú kært Benedikt vegna þessa. Hann segir að tölvupóstur upplýsingafulltrúans hafi verið efnislega rangur og blekkjandi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið komið inn á borð sérstaks saksóknara.

Varla að ástæðulausu.

Neikvæðu fréttirnar dynja á okkur nú allt að því daglega.

Allt ber að sama brunni, málin lenda inni á borði hjá sérstökum saksóknara.

Ég geri mér grein fyrir umfangi þessara ( saka ) mála en ég held mér sé óhætt að segja að íslenska þjóðin sé orðin óþreyjufull og bíði eftir niðurstöðu.

Við höfum beðið síðan 8. okt.2008.

Ekkert hefur gerst enn.

Nema þá að við fáum allan pakkann beint framan í okkur.

Kannski.

Vonandi.

Þar til næst.






 

 

 

 



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband