12.8.2009 | 22:15
Einn tekinn vegna metráns.
Tveir vopnaðir menn, klæddir í sitt fínasta púss, gengu sallarólegir inn í skartgripaverslunina Graffs á Neww Bond stræti í gær og komust undan með 43 skartgripi. Þeir virðast hafa vitað nákvæmlega hvað þeir áttu að taka því fengurinn er metinn á 40 milljónir punda, eða um 8,4 milljarða íslenskra króna.
Það er bara sona!
Hérlendis stela menn hundruðum milljarða og komast upp með það.
Sosum engin furða.
Það eina sem stjórnvöld virðast gera er að vernda þá ríku gegn þeim fátæku.
Hvað varð um Hróa Hött?
Hvernig skyldi standa á því að þegar Fjármálaeftirlitið hendir einum út úr skilanefnd þá er hinn sami ráðinn næsta dag?
Hvað skyldu svo höfðingjarnir hafa í laun í skilanefndinni?
Af hverju er svo verið að tala um ríki í ríkinu?
Af hverju í fj....... er ekki löngu búið að hreinsa út úr fjósinu?
Eiga þessir gaurar kannski hauk í horni innan ríkisstjórnarinnar?
Já, þær eru margar spurningarnar sem við-verkafólkið þið vitið, fólkið sem þrælar daginn út og daginn inn til að halda elítunni uppi- fáum aldrei svör við.
Þvílíkur bölvaður djöf...... viðbjóður.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.