Gullfiskaminnið.

 

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður og vinur hans Fredrich Mishkin fóru saman á hreindýraveiðar á Austurlandi fyrir nokkrum dögum. Tvímenningarnir drápu eina kvígu við þriðja mann samkvæmt Tryggva Þór.

Hann man það þó. Lofsvert.

Veiðifélagarnir Tryggvi Þór og Mishkin, sem báðir eru doktorar í hagfræði, skrifuðu saman fræga skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands  árið 2006 þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að líkur á efnahagskreppu á Íslandi væru ekki miklar. Skýrsla Tryggva og Mishkins gengur undir nafninu „hvítþvottarskýrslan“ meðal kunnugra því þar voru færð rök fyrir því ekki steðjaði mikil hætta að íslensku efnahagslífi.

Annað kom hins vegar á daginn.

Upplýst hefur verið í Wall Street Journal að Mishkin fékk 135 þúsund dollara, eða rúmlega 17 milljónir króna, fyrir að skrifa skýrsluna. Tryggvi segist aðspurður ekki muna hvað hann fékk greitt fyrir skýrsluna.

Ég fékk eitthvað greitt en ég bara man ekki hvað það var mikið. Þetta voru hins vegar engar stórar upphæðir,“ segir Tryggvi og bætir því við að hann hafi ekki orðið ríkur maður fyrir vikið.

Hmmm.

Tvennt er það sem öruggt er í  þessum heimi, við eigum öll eftir að deyja og ef Tryggvi garmurinn Þór þjáist af minnisleysi þá er ég þess fullviss að "Skattmann" nú eða jafnvel Fjármálaeftirlitið geti hresst upp á minnið hjá honum, svo fremi hann hafi talið rétt fram.

Ef hann hefur þá ekki gleymt því.

Dapurlegt þegar menn á besta aldri eru farnir að þjást af minnisleysi.

Þar til næst.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband