Fengu útrásarvíkingarnir syndaaflausn á Hólum?

 

Allir þeir sem mesta ábyrgð bera á hruni bankanna ættu að biðja þjóðina afsökunar á því mikla tjóni sem þeir hafa valdið. Þetta kom fram í hátíðarræðu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á Hólum í gærdag.

Svo mörg og fögur voru þau orð.

"Ekki væri verra ef þeir kæmu með þann auð sinn sem eftir væri og legðu hann í púkkið til að bæta tjónið."

Hvað er eiginlega í gangi hjá fjármálaráðherra?

Ég á ekki von á því að "útrásarvíkingarnir" komi til með að standa í biðröð "til að leggja í púkkið".

 Þá spurði hann hvort ekki hlyti að vera von á afsökunarbeiðni frá þeim sem einkavæddu bankann og bankastjórum, bankaráðsmönnum og eigendum. Þeir hefðu með atferli sínu valdið þjóðinni ómældu tjóni og sálarangist.

Það sem veldur þjóðinni "ómældu tjóni og sálarangist" í dag er getuleysi stjórnvalda og þá er sama í hvaða horn er litið.

Í dag, tæpu ári eftir bankahrunið, leika þeir fjárglæframenn sem gerðu íslensku þjóðina gjaldþrota enn lausum hala.

Og Steingrímur bíður eftir afsökunarbeiðni.

Íslenska þjóðin vill miklu meira en afsökunarbeiðni.

Hún vill réttlæti.

Hún vill að sömu refsilög nái yfir þessa menn og skinkuþjófa.

Alheimur veit hverjir eigendur Landsbankans voru. Alheimur veit líka hverjir bera ábyrgð á IceSave reikningunum.

Alheimur veit líka hversu djúpt spillingin ristir hérlendis og að þær fálmkenndu tilraunir sem gerðar eru til að klóra yfir óþverrann hafa það eitt í för með sér að það er hlegið enn meir að okkur.

Skellihlegið.

Falleg og hugnæm ræða hefur ekkert að segja, jafnvel þó hún sé flutt úr Hólakirkju.

Íslenska þjóðin krefst aðgerða.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband