17.8.2009 | 15:16
35,5 milljarða tap vegna fjárfestinga.
Í yfirlýsingu frá Sjóvá, vegna umfjöllunar Morgunblaðsins á laugardaginn, segir að vátryggingartakar og tjónþolar hafi ekki beðið neinn fjárhagslegan skaða í tengslum við fjárfestingar fyrirtækisins undir stjórn fyrri eigenda. Komið hafi verið í veg fyrir það .
Það var og.
Tap Sjóvár vegna fjárfestinga nam 35,5 milljörðum króna á síðasta ári. Svokallaðar fjárfestingafasteignir félagsins voru orðnar um 77% af öllum eignum þess um síðustu áramót. Áður en Milestone eignaðist félagið fyrir þremur árum voru þær minna en einn hundraðshluti af eignum þess. Í lok síðasta árs uppfyllti Sjóvá ekki kröfur um lágmarksgjaldþol né átti félagið eignir til að jafna vátryggingaskuld.
Hvað varð annars um vátryggingasjóð Sjóvár?
Galtómur.
Hvað varð um aurana?
Við skattgreiðendur þ.e. "ríkið", þurftum að dæla sextán milljörðum inn í Sjóvá.
Svo segir í yfirlýsingu frá Sjóvá að komið hafi verið í veg fyrir fjárhagslegan skaða.
Hér er að mínu mati talað tungum tveim.
Þvílík hræsni.
Lengi lifi íslensk réttvísi því hún virðist vera farin að virka.
En ósköp hefur það tekið langan tíma.
Þar til næst.
Karl og Guðmundur yfirheyrðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.