Bloggarar brjálaðir.

Nafnlausir bloggarar á tengslasíðunni Eyjunni sem er undir ritstjórn Guðmundar Magnússonar, eru ævareiðir og formæla sumir hverjir Bakkabróðurnum Lýði Guðmundssyni sem hrakyrti nafnleysingja og kallaði huglausa í ræði sinni á aðalfundi Exista í dag.

Ég er einn af þeim sem blogga undir fullu nafni.

Ég ætla mér alls ekki að taka upp hanskann fyrir þá sem blogga nafnlaust.

Mín skoðun er sú að hafi menn eitthvað að segja þá stígi þeir fram og geri slíkt undir fullu nafni.

Hitt er svo annað mál að þeir "Bakkavararbræður" ættu að taka til í eigin ranni áður en þeir fara

að taka stórt upp í sig.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég get ekki annað en verið sammála Lýði Guðmundssyni hvað varðar hugleysi nafnlausu bloggaranna. Nafnleysi á aðeins rétt á sér ef fólk hefur frá einhverju að segja sem varðar almenning en getur komið sér illa fyrir viðkomandi einstakling. Einhverju sem skiptir samfélagið verulegu máli.

Það á ekki við um eyju bloggið. Þar kemur fram kór sem slettir svívirðingum á allt og alla. Nafn er nefnt og úlfapakkið ræðst til atlögu. Aldrei hef ég séð neitt í athugasemdadálkinum sem flokkast getur undir þjóðþrifaupplýsingar. Hins vegar finnur maður fyrir ótrúlegu hatri í garð einstaklinga og hópa fólks. Allar lægstu hvatir mannsins birtast í þessum færslum.

Menn geta haft sínar skoðanir á mönnum og málefnum, en ef þeir leggja ekki nafn sitt við þær skoðanir þá eiga þær ekkert erindi til annarra.

Ég les þig reglulega og er ekki alltaf sammála þínum skoðunum frekar en að ég geri kröfu um að þú þurfir að vera sammála mínum skoðunum. En þú hefur hugrekki til að setja þessar skoðanir fram undir nafni og það er, Jökull, er virðingar vert.

Ragnhildur Kolka, 28.8.2009 kl. 07:04

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

á hann ekki við þá sem kommenta nafnlaust. ég hef ekki séð að neinir aðrir geti bloggað á Eyjunni nema útvaldir málsmetandi. allavega hef ég hvergi séð skráningarmöguleika þar.

Brjánn Guðjónsson, 28.8.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband