3.9.2009 | 03:40
Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja.
Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, sagði fyrrverandi sveitarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun í gegnum hreppinn.
Ef það er rétt að þeir hafi þegið persónulegar greiðslur fyrir að fjalla um skipulagstillögur frá Landsvirkjun, ofan á allt annað sem vitað er að Landvirkjun hefur verið að borga til að liðka fyrir skipulagi í kringum þessar virkjanir, þá eru þessir menn ekki bærir til að taka ákvarðanir. Ákvarðanir þeirra sem sveitarstjórnarmenn hljóta allar að vera ógildar," segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG.
Af hverju í fj.......reyndi ég ekki að troða mér einhvers staðar inn sem sveitarstjórnarmaður?
Stundum er maður bara "gamalklókur".
Álfheiður lagði fram fyrirspurn á Alþingi í vor um peningagreiðslur orkufyrirtækja til sveitarfélaga.
Fyrirspurninni var ekki svarað!
Þó ekki væri.
Engin ástæða til að blaðra út og suður um málefni sem koma akkúrat engum við eða gætu komið sér illa fyrir einhverja innan "Elítunnar."
Þar til næst.
Athugasemdir
Eiga þeir sem setjast í sveitarstjórn að gera það frítt?
Auðvitað ekki. Þeir eiga að fá greitt fyrir sitt vinnuframlag.
Eiga sveitarstjórnir að standa straum að kostnaði við leyfisveitingar til handa óskyldum aðilum?
Auðvitað ekki. Sveitarfélagið á ekki að standa straum að þessari afgreiðslu, frekar en öðru, eins og starfsleyfisgjöld, framkvæmdaleyfisgjald o.s.frv.
Þannig að þetta er ómerkilegur og ósannur málflutningur og þeim sem ástunda hann til skammar.
Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 11:56
Sveitarstjórnarmenn fá greiðslu fyrir fundarsetu frá sínu sveitarfélagi.
Þráinn Jökull Elísson, 3.9.2009 kl. 17:36
Sem er það sem átti sér stað í þessu tilviki. Sveitarfélagið innheimti svo áfallinn kostnað, eins og eðlilegt er, þmt launakostnað.
Gestur Guðjónsson, 3.9.2009 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.