Hógværðin ofar öllu.

Karl Wernersson hefur stefnt Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis, og fréttamönnunum Gunnari Erni Jónssyni og Telmu Tómasson vegna fréttar um millifærslur Karls úr Straumi yfir á erlenda bankareikninga.

Það á sem sagt að fara að taka fréttafólk á beinið.

Fram kemur á vísi.is að Karl krefjist einnar milljónar króna í skaðabætur.

Ekki er það nú mikið, en nóg um það að sinni.

Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa einnig stefnt Óskari Hrafni og Gunnari Erni Jónssyni af sömu ástæðu og  krefjast hvor um sig einnar milljónar króna í skaðabætur. Krefjast þeir feðgar að ummæli sem höfð voru um þá verði dæmd dauð og ómerk.

Ekki verðleggja þeir þremenningarnir sig ýkja hátt.

Ég hef tekið mér það bessaleyfi að birta hér stubba úr frétt sem birtist á Vísi kl. 18:34 í dag undir fyrirsögninni:

"Fjórðung af erlendum skuldum þjóðarbúsins má rekja til Björgólfs."

„Ákveðin viðskipti þar sem að móðurfélag hefur lánað dótturfélagi sínu þúsund milljarða í gegnum flókið net innlendra og erlendra eignarhaldsfélaga. Þessi skuld hefur ekkert með þjóðarbúið að gera," Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta Actavis, lyfjafyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem skuldar um eitt þúsund milljarða króna.

Engir smáaurar.

"Björgólfur er ráðandi eigandi í Novator fyrirtækjasamsteypunni, og það voru Novator félögin sem tóku lán, meðal annars hjá Deutsche bank og Landsbankanum í London, þegar Björgólfur keypti Actavis árið 2007. Það voru stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar."

"Þá má minna á að Björgólfur og faðir hans voru aðaleigendur Landsbankans, þaðan sem Icesave-skuldin er sprottin og því má segja að þeir feðgar beri óbeina ábyrgð á vel yfir 40% af erlendum skuldum þjóðarbúsins - án bankanna. "

Svo mörg voru þau orð.

Sem íslenskur ríkisborgari og skattgreiðandi - og í dag svo skuldugur að mér endist ekki aldur til að borga minn hluta af Icesave uppátækinu - þá krefst ég þess að þeim feðgum verði stefnt og krafist verði eitt þúsund milljarða í skaðabætur.

Þar til næst.

 

 


 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Karl höfðar mál gegn fréttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband