Hvar eru aurarnir?

 

Fasteignafélag í eigu Róberts Wessman og Björgólfs Thors Björgólfssonar skuldar Straumi rúma 9 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni.

Það sem vakti athygli mína er lítil klausa í fréttinni:

"Óvíst er hvort gengið verði að persónulegum veðum sem hlaupa á milljörðum íslenskra króna."

Þessar upplýsingar fengust hjá "Salt Investments" sem reyndar er í eigu Róberts Wessman.

Mér leikur hugur á að vita hvað veldur þessari óvissu.

Ég var til skamms tíma í vanskilum með barnameðlag í Danmörku.

Hefði ég ekki gert upp tímanlega þá hefði verið gengið að persónulegum eignum mínum sem reyndar eru ekki miklar.

Þar fyrirfinnst ekki orðið "óvíst" - Nej tak.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum þessa dagana.

Þar til næst.

 


mbl.is Skulda Straumi rúma 9 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband