Undarlegur sparnaður.

 

Á sama tíma og borgarstjóri boðar sex prósent niðurskurð í grunnskólum Reykjavíkur á næsta ári hefur borgarstjórn samþykkt, fyrir sitt leyti, að nýr einkarekinn grunnskóli geti tekið til starfa.

Þetta gerist á sama tíma og nemendum fækkar, og þrátt fyrir mikinn niðurskurð hjá borginni.

Ekki nóg með það.

Nú þegar hafa fjörutíu nemendur verið skráðir til náms í nýja skólanum sem reyndar hefur enn ekki fengið starfsleyfi.

Minnir smá á byggingaverktakann sem byrjar framkvæmdir á efstu hæð blokkarinnar sem hann er að reisa.

Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri nýja skólans ,sem hlotið hefur það virðulega nafn "Menntaskólinn," segir að ekki sé um að ræða neinn elítuskóla.

Gott og vel en hvaða verkamaður hefur efni á 120 þús. króna skólagjaldi fyrir barnið sitt?

Það er margt einkennilegt sem gerist þessa dagana.

Nú bíð ég í ofvæni eftir réttlætingum borgarstjóra á þessum gjörningi.

Þar til næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband