Allt í góðum gír?

 

Það er ekki oft sem oss berast góðar fréttir.

Reyndar algjör undantekning.

Hér rak ég þó augun í eina þar sem fjallað er um kaup norska fjárfestisins Endre Rösjö á 15% hlut í MP banka.

Í norska ríkisútvarpinu NRK kemur fram að Rösjö hyggi á fleiri fjárfestingar hérlendis.

Hér kemur svo smá klausa sem vakti óskipta athygli mína.

"Hann segir að eftir að hafa kynnt sér málin hérlendis náið hafi hann fundið einn banka á Íslandi sem ekki hafi kostað skattgreiðendur neitt og það var MP Banki.

Hér má með sanni segja að "Glöggt er gestsaugað."

Hvenær skyldu augu íslenskra yfirvalda opnast?

Óþverrinn dynur á okkur daglega og nú síðast Jón Ásgeir sem afrekaði að kaupa af sjálfum sér og selja sjálfum sér ( botnar annars nokkur í svona "monkey bísness?) og ku rokka feitt á enn feitari launum sem yfirmaður fyrrverandi Baugsverslana í Englandi.

Skyldi honum ekki vera skemmt?

Þar til næst.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband