Svo sem maðurinn sáir...

 

Gullkornin streyma af vörum Jóns Ásgeirs þessa dagana.

Nú síðast í dag lýsti hann því yfir að hann hafi aldrei átt hlutabréf í Baugi Group hf. heldur hafi þau verið eign Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf,

Hann minntist reyndar ekki á að Gaumur ehf. er í eigu hans og fjölskyldunnar.

Hér kemur svo feitur biti.

"Hvorki ég né neinn annar höfum verið í persónulegri ábyrgð vegna skulda Gaums, sem voru greiddar þegar félagið 1998 ehf. keypti Haga hf. af Baugi sumarið 2008."

Glæsilegt.

Þvílík snilld.

Drengurinn hefur hreinan skjöld. Skítt með skuldir gjaldþrota fyrirtækis.

Við óupplýstur almúginn getum sosum bætt þeim á slignar herðar okkar. Nokkrir milljarðar til eða frá ættu ekki að skipta máli úr því sem komið er.

Eða hvað?

Í "den tid" voru snærisþjófar sendir á Brimarhólm upp á vatn og brauð, í orðsins fyllstu.

Í dag skreppa hvítflibbakrimmar á milli staða í þyrlum já og í einkaþotum svo ekki sé minnst á bílaflotann sem hlýtur að standa að mestu ónotaður því eins og alþjóð veit, að nokkrum veruleikafirrtum einstaklingum undanskildum, þá keyrir maður bara einn bíl í senn.

Svo ég víki nú að fangelsismálum, svona rétt í lokin, þá tel ég mig hafa fundið lausn á húsnæðisvandanum.

Stjórnendur Landsbankans fullyrtu við kröfuhafa í júní sl. að allt að 65% fyrirtækja væru tæknilega gjaldþrota og gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Það liggur í augum uppi að það verður nóg framboð á húsnæði þegar virkilega fer að harðna á dalnum hjá okkur Íslendingum. Engin ástæða í gjaldþrota þjóðfélagi að fara að reisa einhverjar glæsihallir yfir lýðinn þegar þar að kemur.

Þó ljótt sé að segja þá er "eins dauði annars brauð."

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Jón Ásgeir: Átti aldrei hlutabréf í Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband