24.9.2009 | 15:19
...svo uppsker hann.
Þetta kemur mér sosum ekki á óvart. Maðurinn verður að eiga fyrir brauðbita með diet kókinu.
Þó er hér smáatriði, örlítið reyndar, sem ég átta mig ekki á.
Í fyrradag lýsti Jón Ásgeir því yfir að hann hefði aldrei átt hlutabréf í Baugi Group heldur hafi þau verið eign Fjárfestingarfélagsins Gaums sem reyndar er í hans eigu og fjölskyldunnar en það er önnur saga.
Allt önnur saga.
Það hlýtur að gilda sama lögmál um húsið, þ.e. hann hefur aldrei átt það.
Ekki rétt?
Ég legg til að við óbreyttir borgarar þessa lands hefjumst handa og söfnum fyrir meðlæti handa stráknum því eins og skrifað stendur í góðri bók, "Maðurinn nærist ekki á kóki einu saman" og því síður diet kóki.
Það má skilja á þessari frétt að umsvif Jóns Ásgeirs í Danaveldi fari minnkandi. Í framhaldi af því leikur mér hugur á að vita: Skyldu Danir hafa, svona í tilefni dagsins, flaggað í hálfa eða heila?
Þar til næst.
Jón Ásgeir selur hús í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
BESTU BLOGARAR MBL.IS ERU AÐ HÆTTA HVERJIR AF ÖÐRUM...ÁN ÞESS AÐ MÆLAST TIL UM ÞAÐ FYRIRFRAM!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.