26.9.2009 | 01:12
Ætlar þessu aldrei að linna?
Þreytandi. Vægast sagt þreytandi.
Kærur á kærur ofan.
Nú eru það Bakka(varar)bræður.
"Nýi Kaupþing banki hefur kært forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009. "
Þess ber að minnast að fyrir stuttu síðan afrekuðu þeir að kaupa og selja sjálfum sér í þeirri hringavitleysu sem því miður hefur tröllriðið húsum hérlendis alltof lengi.
Nú er komið að skuldadögum, vona ég.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig mögulegt er að fjármagna tæplega eitt þúsund ferm. glæsivillu í Fljótshlíðinni, sem Lýður Guðmundsson er skráður fyrir, og hvers kostnaður hleypur á hundruðum milljóna, á sama tíma og þeir Bakka(varar)bræður keyptu Bakkavör undan Exista félaginu sem var komið í þrot.
Það hlýtur að skýrast seinna.
Hér kemur smá klausa sem mér finnst eftirtektarverð.
"Fram hefur komið að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir létu Exista, sem er að mestu í óbeinni eigu kröfuhafa í dag, fjármagna kaup þeirra sjálfra á 39,62 prósenta hlut Exista í Bakkavör með skuldaviðurkenningu upp á 8,4 milljarða króna.
Er íslenska löggjöfin svo stórgölluð að þetta skuli vera gjörlegt?
Ekki nóg með það því áfram dunar dansinn.
"Ekki liggur fyrir hvenær gjalddaginn á láninu er en þetta þýðir að bræðurnir lögðu ekkert eigið fé fram við kaupin."
Athyglisvert, einstaklega athyglisvert.
Það er varla á þetta bætandi en þó kom smástubbur sem ég rak augun í.
"Nýja Kaupþing mun leita viðeigandi einkaréttarlegra úrræða samhliða kærunni til saksóknara.
Nú er bara að bíða eftir framhaldinu.
Þar til næst.
Nýja Kaupþing kærir Exista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alin upp í Bakkavörinni líka og mínar systur og litli bróðir, aldrei höfum við kennt okkur við Bakkavörina samt. Tvær systur mínar búa í Bakka sem Bakkavörin dregur nafn sitt af og mamma og pabbi búa líka í Bakkavörinni. Samt höfum við aldrei framið svona glæpi eins og Bakkavararbræðurnir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2009 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.