"Illt að þjóðin gangi í ábyrgð fyrir fjárglæframenn."

 

Þetta er fyrirsögn á Vísis frétt í dag.

"Lausn Icesave málsins myndi ekki breyta því að það er illt að þjóðin skuli þurfa að ganga í ábyrgð fyrir fjárglæframenn sem nýttu sér hið sér hið góða nafn hennar á óábyrgan hátt, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. "

Þetta vitum við og höfum vitað lengi.

Er ekki löngu kominn tími á frelsissviptingu þessara fjárglæframanna?

Því eins og alþjóð veit þá hafa þeir Björgólfsfeðgar skilið eftir sig sviðna jörð hvar svo sem þeir hafa stigið niður fæti.

Hafskip, Útvegsbankinn, Icesave og guð má vita hvað.

Það er engu líkara en þeir feðgar keyri áfram á einhverri veruleikafirrtri hefnigirni.

Skyldi það tengjast þeim fimm mánaða skilorðsbundna dóm sem sá gamli fékk á sig vegna aðkomu sinnar að Hafskipamálinu?

Takið eftir þessu. Skilorð!

Breiðavíkurdrengurinn Lalli Jones fýkur inn á Hraunið fyrir það eitt að stela oní sig að éta.

Hér er greinarmunur á Jóni og séra Jóni.

Nú, tæpu ári eftir bankahrunið ganga fjárglæframenn enn lausir og rokka feitt á okkar kostnað.

Á sama tíma verður hinn óbreytti borgari að herða sultarólina.

Gamalt og gott máltæki segir að réttvísin sé blind. Það eru orð að sönnu, allavega hérlendis.

Þjóðin bíður og hefur beðið lengi eftir að réttlætinu verði fullnægt.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er viðbjóðslegt. En skýringinn á því að þessir glæpamenn ganga lausir er líklega sú að þeir eru búnir að kaupa sér frið hjá spilltum stjórnvöldum.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband