Gjaldþrota auðmenn þurfa að leggja fram tryggingu.

 

Nú er útlitið svart.

Nú verða þeir heiðursmenn Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson að leggja fram hundruð þúsunda króna í málskostnaðartryggingu.

Aura sem, samkvæmt DV frétt í dag, þeir eiga ekki til.LoL

Hér koma nokkur sandkorn.

"Bæði Þorsteinn og Björgólfur hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota og því óljóst hvernig þeir borgi þá tryggingu sem héraðsdómur hefur nú úrskurðað að þeim beri að leggja fram."

Og enn fleiri korn.

"Nema þeir fái lán frá velunnurum þá er óljóst hvort framhald verði á málinu enda eiga öll þeirra fjárhagslegu verðmæti að renna í þrotabú í kjölfar gjaldþrots."

Hafi ég skilið þetta rétt þá er tilgangslaust fyrir okkur óbreytta að fara af stað með samskotabaukana fyrir þá.Devil

Þar til næst.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi möguleiki hefur verið lengi í lögum og hefur komið fátæku fólki illa, þar sem menn hafa heimtað háar tryggingar af því á sömu forsendum til að það eigi möguleika á að sækja mál sitt. Ef þú getur ekki skellt fram hálfri milljón, með viku fyrirvara, þá áttu ekki aðgang að dómskerfinu. Þetta getur því verið ansi víeggjað sverð og oftast hefur því verið beitt af svikahröppunum á þá sem minna mega sín.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband