10.10.2009 | 16:13
Nú er dregið til lands.
Ef ég man rétt þá kom Höskuldur Þórhallsson fram í sjónvarpinu á dögunum og fór mikinn.
Hann dásamaði Miðflokk þeirra Norðmanna, sem reyndar hafa bara 6% atkvæða á bak við sig, og reyndi að telja okkur óbreyttum trú um að við gætum vaðið oní vasa norskra skattgreiðenda að vild.
En skjótt skipast veður í lofti.
Nú hefur þessi vesalingur stimplað forsætisráðherra okkar sem hryðjuverkamann.
Það er vitað mál að lítil börn sem eru að taka fyrstu skrefin hrasa og detta á bossann(þá notar maður tækifærið og skiptir á þeim) en standa upp aftur og skríkja af gleði.
Höskuldur pjakkurinn Þórhallsson er dottinn á bossann.
Hvenær skyldi honum takast að standa upp?
Í framhaldi af því kemur mér í hug gamall kínverskur málsháttur sem hljóðar svo: Safnaðu í sarpinn meðan þú getur,annars verða einhverjir aðrir til þess.
Skilji hver fyrir sig.
Þar til næst.
Mun ekki biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.