Það er gersamlega út í hött...

 

...að, í ljósi þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu, eigi dómstólar nú að spara .

Þvert á móti er full ástæða til að auka fjárframlög til þeirra.

Svo ég vitni í einn ágætan bloggara .

"Íslenskir dómstólar hafa oft fellt niður refsingar á undanförnum árum vegna málstafa.   Í þeim málum hafa málin yfirleitt tafist á rannsóknarstigi en ekki hjá dómstólum. "

Góð ástæða til að auka fjárframlög til hins íslenska réttarkerfis og þá ekki síst í ljósi þess að enn fjölgar þeim sem komnir eru með stöðu grunaðra í bankamálinu svonefnda.

Nú í dag bættist Sigurður Einarsson í hóp þeirra.

Hvað snertir þann hóp fjárglæframanna sem sett hafa íslensku þjóðina á hausinn á ég þá ósk heitasta að þeir fái nú tækifæri til að setja sig niður í sæmilega þægilegum og (stundum) sólríkum klefum þar sem þeir gætu þá dundað við að rita endurminningar sínar.

Ég er þess fullviss að þar kynni eitthvað athyglisvert að koma í ljós.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Dómstólum gert að spara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband