13.10.2009 | 19:43
Góðir hlutir gerast.
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn.
Sosum löngu kominn tíminn á slíkt.
Þær fréttir sem oss berast af endurreisn bankanna hljóta að teljast jákvæðar. Þar koma fram upplýsingar sem benda eindregið til þess að unnið hafi verið hörðum höndum að lausn þeirra mála.
Það sem mér hinsvegar blöskrar er sú gríðarmikla niðurrifsstarfsemi sem átt hefur sér stað í Bloggheimum undanfarið. Þar hefur hver "besserwisserinn" á fætur öðrum komið fram og nítt niður hvert einasta handtak sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið, án þess þó að koma með einhverjar úrlausnir.
Nú vil ég að það komi skýrt fram að ég er ekki dyggur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar en ég gef þeim kredit fyrir það sem gert hefur verið.
Þess ber að minnast að ríkisstjórnin tók við þrotabúi en kannski er gullfiskaminnið farið að hrjá landann.
Fyrir ekki svo löngu síðan lögðust tveir Framsóknarmenn í víking og herjuðu á Noreg, komu heim á bleiku skýi, (stút) -fullir- af einhverju innantómu kjaftæði hvað snerti loforð um fjárhagslegan stuðning við okkur Íslendinga, þrátt fyrir að forsætisráðherra Noregs hafi lýst því yfir að slíkt myndi aðeins gerast, að því tilskildu að við tækjum okkur nú saman og gerðum hreint fyrir okkar dyrum.
Skyldu þessir vesalings drengir ekki þjást af mórölskum timburmönnum í dag eða á áróðurs-maskínan að redda heilsunni?
Nóg að sinni.
Þar til næst.
Ríkið leggi til mun minna fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að Framsóknarmennirnir verði aldrei timbraðir... því það rennur aldrei af þeim...
Brattur, 13.10.2009 kl. 20:28
Þráinn Jökull Elísson, 13.10.2009 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.