Hvað með þrjátíu milljarðana?

Sem móðurfélag Haga, 1998 ehf. skuldar Nýja Kaupþingi?

Á að afskrifa aurana?

Á að velta skuldinni yfir á herðar okkar óbreyttra?

Alþjóð veit jú mæta vel ( af slæmri reynslu ) að það sem bankinn gefur með þeirri vinstri tekur hann til baka með þeirri hægri.

Er kannski verið að gera upp þrotabú gömlu bankanna á kostnað okkar verkalýðsins?

Hér er smá klausa sem vakti athygli mína.

"1998 ehf. á 95,7 prósent hlut í Högum en félagið er dótturfélag Gaums sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu."

Á þessi fjölskylda að komast upp með áframhaldandi svínarí?

Hagar hafa lokið endurfjármögnun en móðurfélagið er í botnlausri skuld.

Botnar einhver í þessu?

Ekki ég.

Þar til næst.

 

 

 

 

 


mbl.is Endurfjármögnun Haga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svínarí og svik eru gildin sem núna er hampað....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband